Brussel vill fiskinn okkar

pc100037_copy_747454.jpgÁfram halda þeir að ljúga því að okkur að við getum fengið undanþágur frá hinni sameiginlegi fiskveiðistefnu, CFP, sem stendur fyrir "Common Fisheries Policy". Hún er og verður sameiginleg og allir verða að fara eftir henni en reynt að lokka menn inn með svikum og gjarnan talað um aðlögunatímabil og að hægt verði að "finna lausnir" eins og þessi Rehn segir. Hann segir að umbætur verði gerðar á fiskveiðistefnunni á næstu árum. Breytingin felst í frekari niðurskurði á kvóta og flotum til þess að sporna á móti hinni meintu ofveiði á þorski. Þegar hefur verið boðaður 25% niðurskurður 2009. Þeir segjast munu horfa til reynslu Íslendinga við fiskveiðistjórnun! Verði þeim af því.
Sjómenn við strendur Evrópu eru að stríða við sama vandamál og sjómenn hér heima - þeir geta hvergi veitt fyrir þorski, sem ekki er kvóti fyrir.
Mér finnst að Össurar þessa lands ættu að fara að kynna sér þessi mál og hætta að plata okkur.

pc100035_copy.jpg
mbl.is Ísland gæti keppt um að verða 28. ríki ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband