Að bjóða Indverjum í mat

Þegar ég las fréttina um samvinnu íslenskra fiskifræðinga við Indverja kom mér í hug grein með þessu nafni, sem Sigurður Pálsson málari og fluguhnýtari reit í sjómannablaðið Víking fyrir 17 árum (Víkingur, 5-6 1990). Þar sagði hann m.a. í tilefni þess að stungið hafði verið upp á að ala þorskseiði og sleppa þeim í hafbeit:

,, Það eru margir vitmenn í Kína. Skyldi þeim hafa dottið í hug þegar fólk var á hungurmörkum og margir dóu, að úr þesu mætti bæta með því að bjóða Indverjum í mat? ".. .. ,,Hvaðan kemur mönnum það að hér vanti þorskseiði? Það er kannski óréttlátt að ætlast til þess að þeir sem telja sig geta búið við fiskveiðistefnuna okkar hugsi mjög rökrétt. Fiskur í hafinu sem sveltur og vex ekki getur farið á aðrar slóðir, segja menn. Já, já, en hvert? Er ekki líka fiskur þar? "

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvaða ráð Hafróliðið mun gefa Indverjum.



mbl.is Íslendingar og Indverjar í samstarf á sviði sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband