17.6.2007 | 19:49
Hálfa leið í höfn?
Geir hældi kvótakerfinu í dag, en Sturla sagði það misheppnað og þyrfti að stokka það upp, því áform um að byggja upp fiskstofna hefði mistekist "ef marka mætti niðurstöðu Hafró".
Þá er hann kominn hálfa leið: Kerfið sem notað er til að "byggja upp fiskstofna" er ónýtt. En hvað með aðferðina við að "byggja upp fiskstofna", friðunina? Þarf ekki líka að endurskoða hana? - Aftengja Hafró ráðgjöfinni og láta þá um það sem þeir geta, - safna gögnum. Ekki kunna þeir að túlka þau, svo mikið er víst.
Niðurstaða Hafró er að fiskstofnar séu í lélegu ástandi, vöxtur í sögulegu lágmarki, lítið um gamlan fisk og nýliðun léleg. Aðferðin til að laga það er að FRIÐA meira, svo fiskurinn fái að vaxa! Er það nú ekki fullreynt?
Aðspurður í hádegisviðtali á Stöð 2 kvaðst forstjórinn ekki þekkja dæmi um að tekist hefði að byggja upp þorskstofn með friðun. Ekki þekkti hann til þorsksins í Barentshafi, sem er í góðu standi eftir að veitt hefur verið umfram (hækkandi) ráðgjöf í mörg ár! Hann sagðist hins vegar hafa fylgst vel með ástandinu í Færeyjum ! Því skyldi hann hafa sagt það?
Þá er hann kominn hálfa leið: Kerfið sem notað er til að "byggja upp fiskstofna" er ónýtt. En hvað með aðferðina við að "byggja upp fiskstofna", friðunina? Þarf ekki líka að endurskoða hana? - Aftengja Hafró ráðgjöfinni og láta þá um það sem þeir geta, - safna gögnum. Ekki kunna þeir að túlka þau, svo mikið er víst.
Niðurstaða Hafró er að fiskstofnar séu í lélegu ástandi, vöxtur í sögulegu lágmarki, lítið um gamlan fisk og nýliðun léleg. Aðferðin til að laga það er að FRIÐA meira, svo fiskurinn fái að vaxa! Er það nú ekki fullreynt?
Aðspurður í hádegisviðtali á Stöð 2 kvaðst forstjórinn ekki þekkja dæmi um að tekist hefði að byggja upp þorskstofn með friðun. Ekki þekkti hann til þorsksins í Barentshafi, sem er í góðu standi eftir að veitt hefur verið umfram (hækkandi) ráðgjöf í mörg ár! Hann sagðist hins vegar hafa fylgst vel með ástandinu í Færeyjum ! Því skyldi hann hafa sagt það?
![]() |
Sturla: Kvótakerfið hefur mistekist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)