15.6.2007 | 19:30
Ekki fara að friða rjúpu! - Það bjargar engu.
Æ æ, en leiðinlegt. Ráðstafanir til uppbyggingar stofnsins hafa ekkert gefið. Friðun rjúpu undanfarin ár hafa ekki skilað þeim tilætlaða árangri að rjúpu fjölgaði. Friðunin hefur hins vegar haft þau áhrif að útivistarmenn hafa verið sviftir þeirri ánægju að ganga til rjúpna. Rjúpnaganga er holl útivist og dregur menn á heiðar og fjöll, ekki eingöngu til þess að drepa rjúpu, heldur að hafa erindi og afsökun fyrir útivistinni. Alltaf hefur það verið aukaatriði hvort menn veiddu eitthvað eða ekki. Sjálfur hef ég gengið til rjúpna síðan 1970, frá 1976 hef ég notað fuglahunda mér til hjálpar og skemmtunar og litið á rjúpnaveiðar sem hreina íþrótt. Aflinn hefur verið þetta ekkert - 10-12 fuglar á ári, mest 22 stykki, enda ekki atriði að drepa sem mest heldur að hafa ánægju af veiðiferðunum og fá í jólamatinn. Oft hef ég gripið ti fyrninga í lélegum árum.
Nú bið ég um að ekki verði gripið til friðunar til þess að reyna að "byggja upp rjúpnastofninn". Það skiptir ekki máli hvort rjúpa er á veiðisvæðinu eða ekki, aðalatriðið er að fá að ganga til veiða með félögum og hundum, einn ef ekki vill betur.
Ekki fara í Hafróstellingarnar, halda að það séu veiðarnar sem stjórni stofninum. Friðunin undanfarin ár skilaði engu. Svæðin sem lengst hafa verið friðuð, SV-hornið, eru nú rjúpnasnauð. Friðun verður aðeins til þess að auka vetrafóður hjá rebba svo hann lifi af veturinn - og geti lagst á rjúpnaungana að vori. Honum hefur reyndar bæst liðsauki, sílamávurinnm, sem sækir nú upp í land að leita að mat vegna þess að heilögu kýrnar, þorskurinn, eru friðar og áféta hann af sjávarfangi. -
Friðunin, Það er ljót kerling. Látið rjúpuna í friði - ég bara bið!
Nú bið ég um að ekki verði gripið til friðunar til þess að reyna að "byggja upp rjúpnastofninn". Það skiptir ekki máli hvort rjúpa er á veiðisvæðinu eða ekki, aðalatriðið er að fá að ganga til veiða með félögum og hundum, einn ef ekki vill betur.
Ekki fara í Hafróstellingarnar, halda að það séu veiðarnar sem stjórni stofninum. Friðunin undanfarin ár skilaði engu. Svæðin sem lengst hafa verið friðuð, SV-hornið, eru nú rjúpnasnauð. Friðun verður aðeins til þess að auka vetrafóður hjá rebba svo hann lifi af veturinn - og geti lagst á rjúpnaungana að vori. Honum hefur reyndar bæst liðsauki, sílamávurinnm, sem sækir nú upp í land að leita að mat vegna þess að heilögu kýrnar, þorskurinn, eru friðar og áféta hann af sjávarfangi. -
Friðunin, Það er ljót kerling. Látið rjúpuna í friði - ég bara bið!
![]() |
Rjúpum fækkar um nær 27% - ástand stofnsins slæmt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)