Sægreifarnir skipta kökunni

Skv. þessari frétt er ekki verið að endurskoða fiskveiðistjórnarkerfið eins og sagt var að væri markmiðið. Breyta þessu ömurlega kerfi, sem engu hefur skilað nema aflaminnkun og byggðaröskun. Nei ekki er snert við kerfinu sjálfu. Einungis er verið að stela kökunni og reyna að fela það fyrir almenningi. Taka upp nýtt kerfi, nei ekki aldeilis. Ég skrifaði eftirfarandi pistil sl. vetur og reyndist heldur betur sannspár:

"Til stendur að endurskoða kvótakerfið og nú verjast sægreifar eins og þeir geta til að missa ekki aflaheimildir. Svo virðist sem stjórnvöld hafi ekki kjark til að gera róttækar breytingar af hræðslu við Greifana. Mér sýnist ekki hægt að breyta kerfinu á löngum tíma, innköllun á 20 árum, í samvinnu við "hagsmunaaðila". Þeir vilja ekki breyta neinu og hagsmunaðilinn, Þjóðin, fær ekki að vera með".

Hér er grein um kosti og galla aflamarkskerfis annars vegar og sóknarkerfis hins vegar.

mbl.is Samningar betri en fyrningarleiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband