21.7.2022 | 23:08
Glæný kenning um sveiflur í Mývatni
2022 Fréttablaðið greinir frá því 15. júlí að Mývatn sé í mikilli lægð, mýlaust og algjör ungadauði og setur fram glænýja kenningu (ágiskun), að mýlirfurnar á botninum hefðu étið sig út á gaddinn og dáið úr hungri áður en þær gátu púpað sig og flogið.
Sama ástand var þar 2015 og skrifaði ég nokkur blogg af því tilefni sumarið eftir, spáði framhaldinu og nú er spá mín að rætast.
Það er hornsílið sem skrifar handritið, stjórnar leikritinu og leikur aðalhlutverkið í atburðarásinni og fær stundum aðstoð bleikjunnar. Nei, nei, það er ekki nefnt í fréttinni heldur soðin upp ný ágiskun og ekki er minnst á Kísiliðjuna eða skolpið, sem áður var kennt um allt saman. Hvort tveggja er horfið, Kísiliðjan fyrir 20 árum.
https://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/2172438/
https://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/2173316/
https://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/2174755/
https://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/2179479/
Árið 2015 var mjög mikill þörungablómi í Mývatni og í apríl 2016 upphófust miklar umræður um orsakir blómans. Deildi menn á en margir töldu að mengun af manna völdum væri orsökin. Nauðsynlegt væri að gera miklar umbætur á klóaki og draga þyrfti úr mengun frá landbúnaði.
Margir virðast halda að hér sé eitthvað nýtt á ferðinni, en svo er alls ekki eins og sjá má af Morgunblaðsviðtali frá 1998 þar sem forstöðumaður RAMÝ lýsir ástandi vatnsins á þeim tíma í viðtali við Morgunblaðið:
"Framvinda lífríkis Mývatns og Laxár undanfarin misseri líkist mjög þeirri sem varð árin 1988 1989 þegar átustofnum vatnsins, rykmýi og krabbadýrum, hrakaði snögglega með tilheyrandi veiðileysi og fækkun í andastofnum, en svipaðir atburðir gerðust árin 1970, 1975 og 1983. Á undanförnum árum hafði lífríkið annars verið í mikilli framför, átustofnar verið sterkir og öndum og silungi fjölgað. Þetta kemur fram í fréttabréfi Náttúrurannsóknastöðvarinnar."
Athyglisvert er að vísindamenn og aðrir virðast ekki hafa komist neitt nær skilningi eða lausn á vandamálinu á þeim 18 árum sem liðin eru. Ekki er að sjá að neitt tillit hafi verið tekið til tillagna alþjóðlega matshópsins frá 1999.
Ekkert er talað um vistfræðitengsl smáfisks (hornsíla) - svifkrabba (vatnaflóa) og þörunga, sem vísindasamfélög annars staðar telja að eigi hér hlut að máli. Starfsmenn RAMÝ og HÍ hafa alltaf neitað þeim kenningum, s.b.r. Kísilgúrnám og skýrsluna í Nature