Þöggun fiskveiðiumræðunnar

Nýlega sendi Hafró frá sér skýrslu þar sem sagði að fæðuskortur hefði staðið þorskinum fyrir þrifum allt frá 1995. Blaðamaður Mbl. kveikti, hringdi í mig og spurði hvort þetta passaði ekki við það sem ég hefði alltaf haldið fram, að ekki væri unnt að friða fiskstofn sem þjáðist af fæðuskorti.
Mér fannst þetta stórfrétt, enda hefur Hafró þrástagast á að ofveiði stæði stofninum fyrir þrifum og að það þyrfti að byggja hann upp með því að veiða sífellt minna úr honum, þá væri hægt að veiða meira seinna.

Það er náttúrulega grafalvarlegt þegar í ljós kemur að kvótakerfið er byggt á röngum forsendum. Ekki til að friða heldur til að geta deilt og drottnað.

Útvarpið birti svo viðtal við mig þar sem ég sagði að auknar veiðar myndu skila stærri þorskstofni.
En merkilegt nokk hefur enginn haft samband við mig síðan. Engin beiðni komið um að ræða málið, hvorki í útvarpi né sjónvarpi. Málið hefur verið þaggað niður.

Þetta er umhugsunarvert vegna þess að á sama tíma hafa menn verið fullyrða að hlýnun sjávar hefði valdið því að sandssílið "vantaði" og þess vegna væru sjófugar í hremmingum. Engum virðist detta í hug að tengja þetta tvennt; hungursneyð hjá fiskum og vöntun á sandsíli. Er ekki þorskurinn og ýsan búin að éta sig út á gaddinn og þar með aféta sjófuglana?

Þetta má ekki ræða vegna þess að það vegur að fiskveiðistefnunni, sem er að byggja upp fiskstofna með friðun, og þar með að kvótakerfinu, sem á höfuð sitt undir því að takmarka þurfi veiðar.

Þess vegna má ekki ræða þessi mál.


Ófærir um að stjórna landinu!

Stjórnmálamenn, hvað sem okkur finnst um þá, geta ekki lengur stjórnað landinu vegna þess að þeir sem lögin fjalla um rífa kjaft og stappa niður fótum. Tilraunir stjórnvalda til að breyta lögum um fiskveiðar eru stöðvaðar af svokölluðum hagsmunaaðilum, sem beita öllum tiltækum ráðum, ofbeldi, skoðanakúgun, þöggun gagnrýnenda, botnlausum áróðri, hótunum um atvinnumissi, mútum, Trójuhestum og fleiru, sem lengi mætti upp telja.

Þeir sem munu þurfa að fara eftir landslögum beita löggjafann ofbeldi. Nýjasta trikkið er sixpensarinn, sex manna nefnd hagfræðinga keypt fyrir enska smápeninga, sem kemst að því að Matadorpeningarnir falli í verði ef ekki megi lengur veðsetja aflaheimildir. Pressan er svo látin endurtaka þessar keyptu niðurstöður, keyptu, vegna þess að hver vill ráða hagfræðing í vinnu ef hann syndir á móti straumnum.

Vel á minnst, hagfræðinga, því eru þeir ekki kvaddir til vegna vandans í sjófuglastofnunum? Þar er notast við auma líffræðinga. Væri ekki ráð að snúa þessu við og nota líffræðingana til að meta árangur 30 ára fiskveiðstjórnunar og setja hagfræðingana í lundann? Þeir eru kannski komnir með puttann þangað því nú skal bjarga lundanum frá hungri með friðun. - Var einhver að tala um náttúrufræði?


mbl.is „Frumvarpið fær falleinkunn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband