Ja hérna, - enda er Kísiliðjan farin

Það er ekki langt síðan að birtist grein í Nature þar sem "vísindamenn" sögðust hafa módellerað sveiflurnar í lífríkinu og sökudólgurinn væri Kísiliðjan, sem grafið hafði gryfjur, sem komu í veg fyrir "setflutninga" í vatninu. Ríkisútvarpið flutti frétt um málið.

Nú virðist allt annað uppi á teningnum. Lífríkið er í hámarki, náttúruundur, náttúrulegar stofnsveiflur, - hvar er nú Kísiliðjan og gryfjurnar? Kísiliðjan er hætt, vegna áralangra árása Árna og líffræðinga hjá HÍ.

Árni segist hafa rannsakað mýið í 30 ár, fylgt sveiflunum og reynt að finna skýringar á þeim. Kennir svo mýinu um að tortíma sjálfu sér! Já, mikil er viskan.

Fram kemur einnig að viðtalið við Árna fór fram "úti í móa" í Syðri Neslöndum. Það er gott að vera "úti í móa."

Miklu líklegra er að fiskurinn í Mývatni, fyrst og fremst hornsílið, valdi sveiflunum:

Nú er gott fæðuástand í vatninu, fiski fjölgar hratt, hornsílið er á undan bleikjunni, étur undan henni, viðkoma bleikjunnar brestur og hún sveltur. Hornsílið fyllir vatnið, yfirgefur það, beitinni á mýið og aðra fæðu léttir og hringnum er lokað. - Einfaldleikinn... er hann ekki bestur?


mbl.is Rykmýið í Mývatni í hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáfiskfriðun kolröng

Það er ánægjulegt að sjá að það sem ég og fleiri höfum haldið fram, bráðum í aldarfjórðung, staðfest af "vísindamönnum við Kaliforníuháskóla". Stóra fréttin er að friðun smáfiskjar hafi þveröfug áhrif en þau sem ætlast er til. Smáfiskafriðun byggir ekki upp stofninn, hún getur rústað honum og hún veldur stofnsveiflum. Ríkjandi fiskveiðistjórn er einfandlega "Exactly Wrong" eins og segir í frétt Fishing News og vitnað er til í Mbl. fréttinni.


Ég hef sett alla 'Fishing News' fréttina á vefinn: www.fiski.com/english/smallfish22.html

Rétt er að vekja athygli á að ekkert  er minnst á erfðir, en það er í tísku að halda því fram að hægvaxta smáfiskur sé úrkynjaður.


mbl.is Rangt að ofvernda smáfiskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband