Misheppnuð fiskveiðistjórn: Írska hafið, V-Skotland og Rockall

Misheppnuð fiskveiðistjórn: Írska hafið, V-Skotland og Rockall Ég held áfram að segja frá "árangri" fiskveiðistjórnar á þessum svæðum. Árangrinum má líkja við hryðjuverk, því eftir að farið var að stjórna veiðum þá hrundi veiðin niður í ekki neitt. Vísindamönnunum sem stjórna finnst ekkert óeðlilegt við þetta, kenna um ofveiði þó flotinn sé nánast horfinn og verða sífellt harðari í í friðunartillögum sínum. Hvers vegna er enginn sem stöðvar þá, reynslan sýnir að þetta er klára della.Irish Sea-2

Ég fór í rannsóknartúr á togara í Írska hafi árið 2003 Sparkling Sea og kynnti skýrsluna á ráðstefnu sem við héldum í framhaldinu reynslunni ríkari eftir að skoska skýrslan fór í tætarann fyrr á árinu.

Einhvern veginn fékk Hafró veður af þessari ráðstefnu en þeim var ekki boðið. En sjómannafélögin fengu viðvaranir frá Hafró í Dublin eða Belfast um aðRockall 2 mæta ekki því þarna væru einhverjur vitleysingar á ferð sem hefðu ekkert vit á fiski. Einn sérfræðingur heimsótti okkur frá Dublín og sagðist ekki láta bjóða sér svona vitleysu og gaf hann álit sinnar stofnunar og var það hið besta mál. En svona vinna þeir og var þetta ekki í fyrsta sinn sem ég fékk svona trakteringar.

Ýsa Rockall 2

Það er ekkert skrítið að fiskverð sé í hæstu hæðum þegar svona er komið. Vísindin hafa hindrað veiðar og útgerð heimamanna svo hastarlega að það eru varla til skip ef svo færi að unnt væri að taka upp eðlilegar veiðar eins og þær voru áður en tölvu "fiskifræðingar" urðu guðir. 


Framhald fiskveiðióstjórnar - "Ofveiðin" í Norðursjó

Ég fór til Skotlands snemma árs 2003 til þess að skoða ofveiðina og smáfiskinn. Hafði frétt að þeir væri að skófla upp smáfiski, ungviði, sem væri ljótt.Copy of web1

Fyrsti viðkomustaður var Aberdeen þar sem fiskmarkaðurinn var heimsóttur. Þar var smáýsa í kössum sem var raðað um allt gólf. Ég tók eftir að við enda raðanna voru kassar með hrognum. Ég varð hissa þegar ég uppgötvaði að þetta voru hrogn úr smáýsunni, ýsu í síldarstærð og kynþroska.

Síðar, eftir að hafa farið í FN2013rannsóknarleiðangur með snurvoðarbát, Fruitful Harvest komst ég að því að þessi ýsa var 4 ára gömul. Skrifaði skýrslu þar sem ég sagði að Norðursjórinn væri vanveiddur, hún var send til ICES en hefur sennilega farið beint í tætarann því hún passaði ekki. Skýrslan

Nokkuð var gert úr þessu í fjölmiðlum á þessum tíma. Enn er allt við sama, enn er ofveiði þó sjómenn séu í vandræðum með að forðast þorskinn. Þorskaflinn nú er aðeins um 5% af því sem hann var áður en farið var að stjórna veiðunum með kvótum skv. vísindalegri ráðgjöf.

Norðursjór 2
Hér er þorskafli úr Norðursjó frá 1963

Næst förum við til Írlands, en þar fór ég í leiðangur með togara 2003.


Drögum úr veiði og veiðum meira seinna!

Hafró hefur mistekist herfilega að auka aflann sem átti að verða, yrði farið að þeirra tillögum fyrir 40 árum, og erum við nú tæplga hálfdrættingar, aflinn er um 200 þús. tonn í stað þeirra 500 þús. sem lofað var.

Sú saga skal ekki rakin frekar en fróðlegt er að skoða hverju samsvarandi stefna hefur skilað í löndunum í kring um okkur. Árangurinn er vægast sagt ömurlegur.

Byrjum á Eystrasalti

Þar var 250-300 þús tonna veiði á tímabili stjórnleysis en hefur minnkað mjög og nú hefur verið lokað fyrir alla þorskveiði í 4 ár vegna bágs ástands þorskstofnsins og sagt er að þaðsé vegna ofveiði. Árið 2009Ermarsund-2 þegar Pólverjar voru að ganga í Evrópusambandið var mér boðið þangað á ráðstefnu til að segja frá reynslu Íslendinga af kvótakerfinu. Til stóð að fækka skipum til að draga úr sókn og stækka möskva til að hlífa smáfiski, Þá spurði ég hvernig vöxtur fiskanna væri því ekki mætti minnka sókn nema fiskur yxi vel. Fékk ég það svar að þeir vissu það ekki, gætu ekki aldursgreint hann út frá kvörnum.

Leysti ég það mál með því að fá sent hreistur af þorski og reyndist það auðvelt að aldursgreina það. Sá að fiskurirnn var hægvaxta með vaxtarstöðnun við um 50 cm. Varaði ég þá sterklega við að draga úr sókn, þá gæti illa farið. Á það var ekki hlustað og endaði með lokun fyrir 4 árum.

Enn halda menn þar eystra að þetta hafi verið ofveiði sem drap þorskinn. Nýjustu fréttir eru að þeir séu farnir að ala þorsk í eldisstöðvum til að sleppa hinum út á gaddinn.

Skýrslur mínar og nánari lýsingar má finna hér: 

https://fiski.com/eystrasalt.html

Næst verður haldið í Norðursjó, þar sem ástandið er litlu betra


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband