20.4.2007 | 14:30
Fundir um fiskifræði og fiskveiðistjórn
Ég hef haldið erindi um fiskifræði og fiskveiðistjórn á nokkrum fundum Frjálslynda flokksins á landsbyggðinni. Síðustu fundir voru á Akureyri og Húsavík í síðustu viku vetrar.
Rakti ég þær ástæður sem ég tel að séu fyrir misheppnaðri "uppbyggingu þorskstofnsins" og beitti fyrir mig fiskifræðilegum rökum. Þau helstu eru að tilgátan um að næg fæða væri í sjónum til að þola stærri stofna sem kalla átti fram með tímabundinni friðun, hefur reynst röng. Það hefur ekki tekist að geyma fisk í sjónum eins og peninga á bók. Einnig færði ég fyrir því rök að veiðar hafi miklu minni áhrif á fiskstofna en almennt er haldið. Sé dregið úr veiðum leiði það einungis til aflataps og líklega einnit til minnkunar stofna, því meira af orku fari í samkeppni og sjálfát.
Þessir fundir voru skemmtilegir og umræða lífleg. Fundarmenn höfðu ekki heyrt áður að rétt stundaðar veiðar séu fiskstofnum til bóta og geta gefið aukinn afla, miklar veiðar séu jafnvel nauðsynlegar til að halda stofnunum í rækt.
Slíkri umræðu hefur jafnan verið haldið niðri af þeim aðilum (les: Hafró) sem hafa hagsmuni af því að skapa ótta svo viðhalda megi stjórnunar- og rannsóknaþörf (tekjum) eigin stofnana. Ekki má heldur gleyma eftirlitsiðnaðinum, sem sprottið hefur upp í kring um óttann.
Lesa má nánar um fundina á www.sigurjon.is
Rakti ég þær ástæður sem ég tel að séu fyrir misheppnaðri "uppbyggingu þorskstofnsins" og beitti fyrir mig fiskifræðilegum rökum. Þau helstu eru að tilgátan um að næg fæða væri í sjónum til að þola stærri stofna sem kalla átti fram með tímabundinni friðun, hefur reynst röng. Það hefur ekki tekist að geyma fisk í sjónum eins og peninga á bók. Einnig færði ég fyrir því rök að veiðar hafi miklu minni áhrif á fiskstofna en almennt er haldið. Sé dregið úr veiðum leiði það einungis til aflataps og líklega einnit til minnkunar stofna, því meira af orku fari í samkeppni og sjálfát.
Þessir fundir voru skemmtilegir og umræða lífleg. Fundarmenn höfðu ekki heyrt áður að rétt stundaðar veiðar séu fiskstofnum til bóta og geta gefið aukinn afla, miklar veiðar séu jafnvel nauðsynlegar til að halda stofnunum í rækt.
Slíkri umræðu hefur jafnan verið haldið niðri af þeim aðilum (les: Hafró) sem hafa hagsmuni af því að skapa ótta svo viðhalda megi stjórnunar- og rannsóknaþörf (tekjum) eigin stofnana. Ekki má heldur gleyma eftirlitsiðnaðinum, sem sprottið hefur upp í kring um óttann.
Lesa má nánar um fundina á www.sigurjon.is
20.4.2007 | 14:26
Togarasaga úr Færeyjum
Ég skrapp til Færeyja í vikunni sem leið, 11-13. apríl til þess að vera viðstaddur smá teiti þar sem svokallaðar Beta skrár voru kynntar.
Á áttunda áratugnum keyptu Færeyingar 8 togarar frá Kúbu, en þeir höfðu verið byggðir í Austur Þýskalandi handa Kastró. Þeim var breytt og hófst útgerð þeirra frá Færeyjum 1978 undir stjórn útgerðarfyrirtækisins Beta sem stofnað var um reksturinn.
Togararnir voru notaðir sem tvílembingar, en þá draga tveir togarar saman eitt troll. Þar með sparast sú orka sem fer í að draga hlerana.
Koma togaranna olli straumhvörfum í síðari tíma færeyskri útgerð og sérstaklega í veiðum á ufsa sem nú vegur mest í botnfiskveiðum Færeyinga á heimamiðum.
Allar skýrslur og upplýsingar um þessa útgerð hafa verið varðveittar frá byrjun og liggja nú fyrir á aðra milljón síðna um starfssemina. Þar má finna upplýsingar um staðsetningu allra toga, veður, sjólag, afla, tegundar- og stærðarflokkun, verð, skiptakjör, kaup á kosti, - allar upplýsingar sem snertu þessa útgerð.
Það mun vera einstakt á heimsvísu að til séu allar upplýsingar um útgerð 8 samskonar togara á sama veiðisvæði í aldarfjórðung.
Skýrslur þessar eru aðgengilegar fræðimönnum sem vilja stunda á þeim rannsóknir og stofnaður hefur verið sérstakur sjóður til þess að halda utan um gögnin og ráðstafa afnotum af þeim til fræðimanna.
Eitt það merkilegasta sem fram kemur er að þessi skip hafa togað á sömu bleyðunum í 25 ár, bleyðum sem eru ekki stærri en svo að togað er yfir sama blettinn sex sinnum á hverju ári. Engin smá áníðsla á botninum myndu margir segja en það er að komast í tísku að fordæma trollveiðar vegna meintra skaðsemisáhrifa þeirra á botn, gróður, dýralíf og fiskstofna.
Gögnin sýna að afli hefur verið svipaður frá upphafi, sveiflast aðeins milli ára og tegunda, en alltaf sama jafna veiðin þegar á heildina er litið. Samanlagður afli skipanna er um 10 þús. tonn á ári, þar af 80 % ufsi.
Ekki er unnt að sjá af gögnunum að togarar og veiðarfæri séu að skemma eitthvað, fremur sýna þau að fiskveiðarnar séu í fullri sátt við fiskstofna og umhverfi.
Á áttunda áratugnum keyptu Færeyingar 8 togarar frá Kúbu, en þeir höfðu verið byggðir í Austur Þýskalandi handa Kastró. Þeim var breytt og hófst útgerð þeirra frá Færeyjum 1978 undir stjórn útgerðarfyrirtækisins Beta sem stofnað var um reksturinn.
Togararnir voru notaðir sem tvílembingar, en þá draga tveir togarar saman eitt troll. Þar með sparast sú orka sem fer í að draga hlerana.
Koma togaranna olli straumhvörfum í síðari tíma færeyskri útgerð og sérstaklega í veiðum á ufsa sem nú vegur mest í botnfiskveiðum Færeyinga á heimamiðum.
Allar skýrslur og upplýsingar um þessa útgerð hafa verið varðveittar frá byrjun og liggja nú fyrir á aðra milljón síðna um starfssemina. Þar má finna upplýsingar um staðsetningu allra toga, veður, sjólag, afla, tegundar- og stærðarflokkun, verð, skiptakjör, kaup á kosti, - allar upplýsingar sem snertu þessa útgerð.
Það mun vera einstakt á heimsvísu að til séu allar upplýsingar um útgerð 8 samskonar togara á sama veiðisvæði í aldarfjórðung.
Skýrslur þessar eru aðgengilegar fræðimönnum sem vilja stunda á þeim rannsóknir og stofnaður hefur verið sérstakur sjóður til þess að halda utan um gögnin og ráðstafa afnotum af þeim til fræðimanna.
Eitt það merkilegasta sem fram kemur er að þessi skip hafa togað á sömu bleyðunum í 25 ár, bleyðum sem eru ekki stærri en svo að togað er yfir sama blettinn sex sinnum á hverju ári. Engin smá áníðsla á botninum myndu margir segja en það er að komast í tísku að fordæma trollveiðar vegna meintra skaðsemisáhrifa þeirra á botn, gróður, dýralíf og fiskstofna.
Gögnin sýna að afli hefur verið svipaður frá upphafi, sveiflast aðeins milli ára og tegunda, en alltaf sama jafna veiðin þegar á heildina er litið. Samanlagður afli skipanna er um 10 þús. tonn á ári, þar af 80 % ufsi.
Ekki er unnt að sjá af gögnunum að togarar og veiðarfæri séu að skemma eitthvað, fremur sýna þau að fiskveiðarnar séu í fullri sátt við fiskstofna og umhverfi.