25.3.2014 | 12:35
Makrílviðræður - þversum Íslendingar skildir eftir
Sú skoðun hefur heyrst að auknar veiðar úr stofninum yrðu til þess að minnka líkur á göngu hans á Íslandsmið. En þá má spyrja, inni í samningsdrögunum var að allir mættu veiða hjá öllum, a.m.k. að hluta til, þannig að ekki hefði afli tapast vegna þess að makríll gengi ekki lengur í íslenska landhelgi. Hvað lá þá að baki? Hræðsla við verðlækkun? Er í uppsiglingu bann ESB á Rússa, sem vísar á enn frekari verðlækkun? Framkvæmdastjóri LÍÚ var í samninganefndinni, etv. eru það hagsmunir þeirra að ekki sé veitt meira. Spyr sá sem ekki veit.
Miklar deilur um stærð stofnsins
Deilur eru um stærð stofnsins innan ICES. Takast þar á tvö sjónarmið, þeirra sem vilja nota aflatölur síðustu áratuga við stofnmatið, og hinna sem vilja nota stofnmælingar sem eru óháðar afla. Að sögn norska fiskifræðingsins Leif Nöttestad eru allar aflatölur fyrir 2005 hrein della. Sé della sett inn í stofnlíkan verður útkoman della. Talið er að aflinn fyrir 2005 hafi verið 2-4 sinnum meiri en gefið var upp. Stofnmat byggt á slíkum aflatölum er því tvöfalt til ferfalt vanmat. Þess vegna verði að byggja stofnmat á mælingum, sem eru óháðar lönduðum afla og nefnir hann þar merkingar og togveiðirall og jafnvel hinar umdeildu hrognatalningar.
Ekki má svo gleyma þeim mælikvarða sem Jens Christian Holst notaði þegar hann sagði að veiða þyrfti 10 milljónir tonna af uppsjávarfiski - strax. Hann sagði að hafið milli Íslands og Noregs væri ofbeitt, átan væri niður étin og síldarstofninn væri að horfalla. Makríllinn er sunnar en síldin á veturna en veður upp allt Norskahafið og keppir við síldina, auk þess sem hann veður yfir til Íslands og keppir þar við síld og sandsíli.Með því að fylgjast með átumagni og stærðardreifingu átu jafnframt því að fylgjast með holdafari og einstaklingsvexti uppsjávarfiska fæst óbein mæling á stofnstærð, þ.e. hvort stofn sé stór eða lítill í hlutfalli við fæðuframboðið. Sé lítið æti og fiskur horaður eins og nú er þarf að veiða meira, óháð því hvað tölulegar mælingar (stofnstærð í tonnum) sýna.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.3.2014 | 21:19
"Vísindaleiðangur" Íslendinga í makrílveiðum
Makrílviðræðum strandríkja var slitið í gær eftir mikið þref og marga árangurslaus fundi þar á undan.
Ráðherra íslands hefur kennt óbilgengni Norðmanna um samningaslitin, þeir hafi vilja veiða langt umfram ráðgjöf ICES, en Íslendingar hafi vilja sýna ábyrgð og fara eftir vísindalegum ráðleggingum. Hann hefur samt látið margt ósagt um hvað olli viðræðuslitum annað en að Norðmenn séu ljótu karlarnir.
"Við Íslendingar viljum sýna að við séum ábyrg fiskveiðiþjóð og viljum ekki veiða meira en ICES leggur til" segir ráðherrann Sigurður Ingi:- Vi er fortsatt villige til å forhandle frem en løsning basert på vitenskapelig forskning og rådgivning. Her på Island er vi stolte av vårt omdømme som en ansvarlig fiskerinasjon , og vi er ikke villig til å sette det på spill, sier Johannsson.
Rétt er að skjóta því hér inn að sú ráðgjöf er ekki vísindalegri en svo að tillagan byggir á meðalveiði síðustu þriggja ára, þó svo að menn telji makrílstofninn miklu stærri en áður var álitið auk þess sem hann sé enn í miklum vexti. Norðmenn telja að veiða þurfi miklu mera vegna þess að makríllinn sé að éta og aféta aðra fiskistofna.
Fróðlegt er að kíkja í færeyska og norska fréttamiðla til að fá fleiri sjónarhorn á makríldeilunni."Við vorum ánægðir með samninginn sem lá borðinu, við vorum ekki vandamálið og eiginlega vorum við í stöðu sáttasemjara", sagði sjávarútvegsráðherra Færeyinga, Jacob Vestergaard. Meðal þess sem greindi á voru veiðar Íslendinga í landhelgi Grænlands auk kröfu ESB um að fá 50% af grænlenska kvótanum. Samningsslit þýða að hvert land úthlutar eigin kvóta og við munum sennilega hafa hann um 23% af ráðgjöfinni. Við höfum verið á því róli gagnvart hinum þjóðunum undanfarin ár og munum halda okkur þar sagði Jacob.
Haft var eftir Auðun Maarok í norsku samninganefndinni að ástæðan fyrir því að samningar tókust ekki um makrílinn hafi verið sú að Íslendingar og Evrópusambandið vildu ekki gefa frá sér að veiða úr þeim kvótum sem Grænlendingar hafa sett sér. Hann segir að það sé fáheyrt að Íslendingar og ESB vilji veiða makríl bæði innan og utan eigin landhelgi.
"Þeir grafa undan samningum strandríkjanna með því að að viðurkenna kvótaúthlutun Grænlendinga. Fyrst lofar ESB Íslendingum kvótahlutdeild, svo Færeyingum og að lokum Grænlendingum. Þetta gera þeir án þess að hafa nefnt þetta áður við okkur" sagði Audun.
Norski sjávarútvegsráðherrann, Elisabet Aspager, segir að það gangi ekki að bæði ESB og Ísland vilji fá að veiða kvóta sína bæði innan eigin landhelgi og utan hennar. Noregur sætti sig ekki við að ESB og Ísland fái sína kvóta og geri einnig samning við Grænlendinga, sem ekki eru þátttakendur í viðræðunum.
Færeyingar eru eina þjóðin sem ekki fær skömm í hattinn að loknum þessum viðræðum.
![]() |
Slitnaði upp úr makrílviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |