Viðurkenning erlendis frá: Settur á topp 100 lista í sjávarútvegsmálum

Fiskifréttir 20120001Blaðamenn fréttaveitunnar IntraFish Media, sem gefur út fjölmörg blöð og tímarit á sjávarútvegssviði, völdu nýlega 100 áhrifamestu einstaklinga heimsins í sjávarútvegi. - Ég verð að játa að ég hrökk aðeins við þegar ég sá að ég var á listanum, í sæti nr. 98. 

Skýringin var: Einn af mjög fáum vísindamönnum sem gagnrýnt hefur ríkjandi stefnu Íslendinga við stjórn fiskveiða og hefur skoðanir, sem hafa kveikt mikla umræðu.

Greinilegt er að erlendir blaðamenn fylgjast betur með gagnrýnni umræðu í fiskifræði en kollegar þeirra hér heima. Ég hef oft verið í viðtölum í þeirra pressu frá árinu 2003, skrifað greinar og flutt fyrirlestra í mörgum löndum um meinbugi á ríkjandi skoðunum í fiskifræði og reynsluna af kvótakerfi Íslendinga s.l. 27 ár.

Hér á landi ríkir algjör þöggun málefnalegalegrar gagnrýni um stjórn fiskveiða, bæði hinn fræðilega grundvöll, hvort yfirleitt sé unnt að byggja upp fiskstofna með því að draga úr veiðum, og hvort stjórnun á afla einstakra tegunda sé haghvæm, þar sem fiskurinn virðist ekki vita hvort viðkomandi veiðarfæri megi veiða hann. Lendi hann í veiðarfæri þeirra sem ekki hafi kvóta, er honum hent aftur í sjóinn þar sem aðrir sjávarbúar éta hræið.


Fjölmiðlar hér tala aldrei orðið við gagnrýnendur, en Hafró og valdhafarnir fá að skrúfa frá sínum krönum án nokkurra gagnrýninna spurninga.

Síða 36-7 

 

 

 


Steingrímur telur makrílinn ofveiddan. - Gott nesti í samningaviðræður?

Í bréfi til Intrafish, sem birtist í Fishing News nýlega, segir Steingrímur að "strandríkin beri sameiginlega ábyrgð á að koma í veg fyrir áframhaldandi ofveiði á makríl og að sjá til þess að veiðarnar verði sjálfbærar".

Svona yfirlýsing er hreinn afleikur í samningaviðræðum. Hvaðan fékk Steingrímur þessar upplýsingar? Frá Hafró?

Steingrímur-Makríll 2 

Það er áhyggjuefni að í samninganefndinni er Jóhann Hafróforstjóri, sem er með langvarandi ofveiði á heilanum en líta má hann sem fulltrúa ICES, sem vill skammta allar veiðar við nögl.

 
Ég hef áður bent á að stofnmæling á makríl sé hrein vitleysa og matið á stofninum eftir því. Þess vegna er ekki nokkur leið að ákveða kvóta á makríl en sú leið er alltaf valin að veiða minna en meira því náttúran (vanþekkingin ) verður að fá að njóta vafans.


mbl.is Reynt að leysa makríldeiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný þekking á atferli fiska; - Södd sandsíli synda lengur

 

Södd sandsíli synda lengur

Danskar rannsóknir á atferli sandsíla sýna að sandsílum með fullan í maga er hættara við að lenda í trolli vegna þess að þegar þau eru södd synda þau meira upp í sjó og eru þar óvarin fyrir trollveiðum.

Þegar sandsílin eru búin að éta svifkrabba leysast torfurnar upp og leita til botns þar sem þau grafa sig niður og bíða þar til næsta dags. Í sandinum eru þau óhult fyrir óvinum. Í köldustu mánuðum ársins eru flest sandsíli niðurgrafin í sandinn allan sólarhringinn.

Að sílin skuli grafa sig niður gerir allar stofnmælingar erfiðar en Danir veiða mikið af sandsíli til bræðslu, nokkur hundruð þúsund tonn á ári, og þá tilheyrir víst að mæla þurfi stofninn svo unnt sé að gefa út kvóta.

Stofnmælingar vafasamar

Stofnmælingar, sem Danska Hafró framkvæmir, byggjast á því hve mikið flotinn veiðir á degi hverjum, auk eigin rallveiða þar sem togað er með sandsílatrolli.
Vandinn er að veiðin er mjög breytileg vegna þess að einungis er unnt að veiða þau síli sem ekki eru niðurgrafin í sandinn. En ekki er vitað hve mikill hluti þeirra er uppi í sjó og veiðanleg.
Það er Mikael van Deurs frá DTU Aqua í Danmörku, sem ásamt sínum samstarfsmönnum hefur verið að rannsaka hvaða þættir ráða því hve langan tíma sílin eru uppi í sjó og þar með veiðanleg.

Rannsóknirnar sýna að því meira sem sílin hafa að éta, þeim mun lengri tími líður þar til þau grafa sig aftur niður í sandinn í skjól fyrir veiðum og óvinum. Tíminn, sem þau eyða uppi í sjó ákvarðast einnig af því hversu mikinn mat þau hafa fengið síðustu daga. Hafi verið lítið hefur um mat eru sílin í sandinum allan daginn.

Fela sig fyrir óvinum, fugli og fiski

TobisTalið er að þetta sé aðlögun til að koma í veg fyrir að verða étin meðan þau bíða betri tíma. Tilraunir í rannsóknakerjum sýna að eftir að hafa legið hreyfingarlaus niðri í sandinum í lengri tíma fóru litlar sílistorfur að koma upp úr sandinum. Þau voru gá að því hvort meiri matur hefði borist inn á svæðið.

Sandsílin virðast ekki taka mið af hitabreytingum eða hversu mikið af mat sé til staðar. Atferli þeirra virðast ákvarðast af því hve mikið þau hafa étið sama dag, hversu södd þau eru. Því saddari sem þau eru þeim mun meira eru þau á ferðinni, og er því mun hættara að lenda í kjafti óvina.

Hver er staða rannsókna hér heima? 

Þessar dönsku rannsóknir vekja upp þá spurningu hvort rannsóknarmenn hér heima, sem eru að athuga "hvað hafi komið fyrir sandsílið", hafi gert sér grein fyrir því hve mikil áhrif fæðan hefur á atferli þeirra.

Hefur vöxtur sandsíla verið rannsakaður, eða fæðuframboð þeirra? Hefur beitarálag á fæðu sandsíla, dýrasvif og fleiri uppsjávar lífverur, verið rannsakað? Ekki er mér kunnugt um það, einu upplýsingar sem berast eru úr sérstöku sandsílaralli Hafró þar sem reynt er að meta fjölda sandsíla.

Í ljósi dönsku rannsóknanna, er þá ekki þörf að gera betur?


Friðun á sveltandi stofnum gengur í berhögg við vistfræðiþekkingu og reynslu

Nokkuð hefur verið fjallað um svartfugl að undanförnu vegna tillagna starfshóps umhverfisráðherra, sem lagði til að fimm tegundir svartfugla skyldu alfriðaðar í 5 ár til þess að byggja upp stofninn. Þessir stofnar eru sagður á undanhaldi vegna fæðuskorts.

Bændablaðið, 1. tbl. 19. janúar, gerði málinu góð skil og hafði m.a. viðtal við bloggskrifara. Fleiri greinar eru um þessar friðunaráætlanir en blaðið er að finna hér. (Sjá leiðara bls. 6, viðtöl og greinar bls.18 og 19, lesendabréf bls. 32 og 33). 

 Viðtalið:

Jón Kristjánsson fiskifræðingur er síður en svo sammála þeim friðunaráformum á fimm tegundum sjófugla af svartfuglaætt sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur boðað í samræmi við niðurstöður starfshóps sem hún skipaði í september. Telur hann það andstætt öllum lögmálum náttúrunnar að ætla sér að byggja upp sveltandi stofn með friðun.

Barnalegar ályktanir
Gagnrýnir Jón ýmislegt í skýrslu starfshóps umhverfisráðherra um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Þar spyr hann m.a. um áreiðanleika fuglatalninga í björgum og órökstuddar fullyrðingar um stofnana. Þá komi ýmislegt fram í skýrslunni sem hreki fyrri fullyrðingar og hljóti að varpa efasemdum um þann grunn sem byggt er á. Meirihluti starfshópsins dregur í efa að stofnarnir séu sjálfbærir án þess að rökstyðja það frekar. Bendir Jón á að í sömu skýrslu komi fram að veiðarnar nemi aðeins um 1,7% af stofnunum. Barnaskapur sé að halda að stöðvun svo lítilla veiða hafi nokkur áhrif á stofnbreytingu sem að auki eru raktar til of lítils fæðuframboðs. 
Jón gagnrýndi einnig þessar friðunaráætlanir á bloggsíðu sinni og sagði þar m.a:
„Það á ekki af okkur að ganga Íslendingum. Búið er að skammta þorskafla í tæp 30 ár til í von um það að stofninn stækki. Árangurinn er minni en enginn, minnkandi stofn og horaður fiskur. Nú á að beita sömu aðferð á sveltandi fugla.“

Í berhögg við vistfræðiþekkingu og reynslu
Starfshópurinn telur helstu orsakir hnignunar stofnanna vera fæðuskort en telur að tímabundið bann við veiðum og nýtingu muni flýta fyrir endurreisn þeirra.
„Þessar tillögur ganga í berhögg við alla núverandi þekkingu og reynslu í vistfræði og almennum búskap. Það er líffræðilega rangt að friða dýrastofn sem er í svelti. Það gerir illt verra. Ef búfénaður og önnur dýr svelta er einungis hægt að laga ástand þeirra á tvennan hátt. Annað hvort með því að auka fóðurgjöf eða fækka á fóðrum.
Vitlausasta sem hægt er að gera er að friða sveltandi dýrastofn, fugl eða fisk, í þeirri von að þeir braggist.“
Björn í Bæ um flekaveiði
Reynslan ólygnust
Í samtali við Bændablaðið bendir Jón á að í Drangey einni hafi menn á síðustu öld veitt um mjög langt árabil um 100 til 200 þúsund geldfugla á hverju vori. Þessu lýsir Björn heitinn í Bæ í Skagafirði ágætlega í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið 7. apríl 1972 þar sem hann gagnrýnir bann við flekaveiðum á fugli við Drangey og Grímsey. Segir hann að ekki hafi séð högg á vatni þrátt fyrir þessa veiði. 
Jón segist hafa þekkt vel til Björns og þegar veiðin lagðist af í Drangey hafi fugli farið að fækka í eyjunni. Svipuðum reynslusögum hafa menn einnig lýst af nýtingu á fugli í björgum víðar á landinu.

Gengur ekki að friða sveltandi stofn
„Þarna er verið að tala um að friða sveltandi fugl þar sem veiðiálagið er ekki nema kannski um 1%. Bjargfuglar, álka, langvía og stuttnefja eru taldir vera tæpar 3 milljónir einstaklinga og lundinn um 5 milljónir til viðbótar. Það er því alls ekki verið að drepa síðasta lundann. Allstaðar þar sem hætt hefur verið að nytja varp, fuglabjörg, rjúpu eða annað, þá hefur framleiðslan dottið niður og fugli fækkað. Það gengur ekki að friða sveltandi dýrastofna.“

Kerfið reynir að viðhalda sjálfu sér
Segir Jón að sama eigi við um fiskstofnana og fuglastofna eins og reynslan hafi sannað um allan heim. Hann segir að það sé orðið vandamál í heiminum í dag að kenningar sérfræðinga hjá eftirlits- rannsókna- og stjórnvaldstofnunum gangi út á að fá styrki til að viðhalda sjálfum sér fremur en að leiða endilega sannleikann í ljós eða skila áþreifanlegum árangri.

Þorskurinn og ýsan aféta fuglinn
Segir hann að hnignun sandsílastofnsins megi rekja til vaxandi fæðuþarfar þorskfiska, en stefna stjórnvalda er að draga úr veiðum í því skyni „byggja upp“ stofnana. Þyngd þorska eftir aldri hefur verið lágmarki lengi sem sýnir að þeir svelta. 
Það gerðist í Barentshafi 1989-90 að 70% langvíustofnsins féll úr hungri.
Í dagblaðinu Bergens Tidende 6. janúar 1990 var haft eftir Odd Nakken, forstjóra norsku Hafró:

"Niðurstöður úr fjölstofna rannsóknum benda til þess að fæðuþörf hins mjög svo vaxandi þorskstofns hafi tvöfaldast frá 1984 til 1986. Þetta kom mest niður á loðnunni. Loðnuát þorsksins þrefaldaðist frá 1984 til 1985 með þeim afleiðingum að loðnustofninn nær kláraðist. Jafnframt át þorskurinn stöðugt meiri síld, smáþorsk og ýsu. Árið 1985 og 1986 át þorskurinn um 500 þúsund tonn af síld, og trúlega er þetta meginskýringin á því að þessir tveir síldarárgangar eru horfnir."
"Þrátt fyrir að þorskurinn æti upp loðnu og síld og seinna bæði ýsu og þorsk, fékk hann samt ekki nóg æti. Frá 1986 hefur þorskurinn vaxið miklu hægar en hann gerði áður. Meðalþyngd 5 ára þorska var 1.8 kg veturinn 1986 en meðalþyngd 5 ára fiska árið 1988 var einungis 0.7 kg."


Í skýrslunni sem nú er lögð til grundvallar friðun á fugli sé talað um að makríll geti átt þátt í hnignun sandsílastofnsins. Makríllinn komi samt ekki til sem neinu nemur fyrr en löngu eftir að sandsílastofninum var farið að hnigna.
„Væri ekki nær að friða fæðu fuglana, sandsílið, frá áti þorsksins með því að veiða meiri þorsk?
Árið 2002 skrifaði ég fyrst um sjófugladauða fyrir norðan. Þar var bæði hungraður fugl og horaður farinn að reka í land. Ástæðan var fæðuskortur, sennilega þorskurinn og ýsan sem var að aféta fuglinn.“

Þorskurinn þarf 1000 tonn á klukkutíma
„Þorskstofninn við Ísland þarf um 24 þúsund tonn af fæðu á sólarhring til að viðhalda sér, eða um þúsund tonn á klukkutíma. Þá étur ýsan sandsílið á botninum þegar það er niðri í sandinum. Samt má ekki einu sinni ræða þann möguleika að það sé fiskurinn sem hafi komið við sögu varðandi minnandi æti fyrir sjófugl.“

Náttúruverndarvitleysa byggð á þekkingarskorti
„Maður skilur þetta ekki. Þetta er alheims náttúruverndarvitleysa sem þarna er í gangi sem byggir á því að náttúran eigi að njóta vafans. Þá spyr ég hvaða vafa? Þessi vafi er það sem ég kalla þekkingarskort. Þar að auki er þetta stjórnarskrárbrot. Þarna er engin bráð hætta. Það má ekki svifta menn atvinnuréttindum og hlunnindum nema brýn ástæða sé til og þá komi fullar bætur í staðinn.“
 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband