22.2.2010 | 18:07
Ráðherra sjávarútvegs skríður fyrir Klíkunni
Jón Bjarnason lét það verða sitt fyrsta verk sem ráðherra sjávarútvegs að skrifa eitt lítið lettersbréf til ICES og lofa statt og stöðugt að hann skyldi í einu og öllu eftir fiskveiðiráðgjöf Hafró næstu 5 ár (!) svo tryggja mætti ábyrga nýtingu og stuðla að uppbyggingu þorskstofnsins.
-Risaþorskur við hafnarkjaftinn í Reykjavík-
En hann gerði meira, hann bað ICES að taka út nýtingarstefnu Hafró næstu árin og nú hefur borist svar eins og segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu:
Þann 20. janúar sl. barst sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóni Bjarnasyni, hjálagt svar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES), sem íslenska Hafrannsóknarstofnunin á aðild að, þar sem gerð er grein fyrir úttekt sérfræðinganefndar sem kölluð var sérstaklega til að taka út nýtingarstefnu þá sem Hafrannsóknastofnunin lagði til vorið 2009 að fylgt verði á næstu fimm árum. Í svari ICES kemur m.a. fram það álit á mati Hafrannsóknastofnunarinnar, að þessi nýtingarstefna muni leiða til þess, með yfirgnæfandi líkum, að hrygningarstofnar þorsks fari vaxandi og verði stærri árið 2015 en þeir voru í ársbyrjun 2009. Jafnframt kemur fram að nýtingarstefnan sé í samræmi við alþjóðleg varúðarsjónarmið og viðmið um afrakstur fiskistofna sem leiði til betri afkomu til lengri tíma litið.
Er hægt að leggjast lægra, eða er þetta brandari? Hvernig dettur ráðuneytinu í hug að spyrja ICES? Vita þeir ekkert hvað ICES er?
Ég get upplýst þá um hvernig ráðgjafanefnd N-Atlantshafsins var samsett árið 2004, þegar ég var að vinna í Færeyjum og með verkefni fyrir Grænlendinga:
ICES- North Western Working Group 27 April - 6 May 2004, Copenhagen.
1.1 Participants
Einar Hjörleifsson (chair) Iceland
Bjorn Ævarr Steinarsson Iceland
Torsteinn Sigurdsson Iceland
Höskuldur Björnsson Iceland
Sigurdur Jónsson Iceland
Kristján Kristinsson Iceland
Jákup Reinert Faroe Islands
Petur Steingrund Faroe Islands
Jean-Jacques Maguire Faroe Islands
Lise Helen Ofstad Faroe Islands
Luis Ridao Cruz Faroe Islands
Jesper Boje Greenland
Marie Storr-Paulsen Greenland
Kay Panten Germany
Hans Joachim Rät Germany
Jolyon Chesworth JRC, Italy
Sergei Melnikov Russia
ICES, Hafró, Fiskirannsóknastovan í Færeyjum og Náttúrufræðistofa Grænlands, er allt sama bixið! Bara skipt um hatt eftir því hvort þeir eru heima hjá sér eða að drekka saman öl í Kaupinhöfn.
Ekki að furða þó heitt hafi verið í kring um mann á þessum tíma!
Vísindi og fræði | Breytt 21.3.2010 kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.2.2010 | 18:39
Drap ofveiði þorskstofninn við Nýfundnaland?
Enn er staðfastlega haldið fram að þorskstofninn við Nýfundnaland hafi verið veiddur upp á árunum 1980-1990. Þá er fullyrt að hann hafi enn ekki náð sér eftir 20 ára friðun. Sú fullyrðing segir óbeint að honum hefði sem sagt verið útrýmt með veiðum.
Þrátt fyrir að lögð hafi verið fram gögn sem sanna að hann hafi fallið úr hungri er ofveiðinni enn kennt um, þó svo að erlendi flotinn, sem hafði verið þarna að veiðum áratugum saman, hafi verið reknir úr landhelginni 1976.
Þrátt fyrir lögð séu fram gögn, frásagnir sjómanna og ljósmyndir, er enn fullyrt að þarna sé fisklaust. Að mínu mati er þetta gert til að halda lífinu í ofveiðinni sem stjórntæki, skapa ótta, þar með skortstöðu, sem viðheldur kvótakerfum og sægreifaveldi.
Ég setti saman glærusýningu sem sýnir að ekki var um ofveiði að ræða og að þorskurinn hafi komið sterklega til baka fyrir a.m.k. 5 árum síðan.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2010 | 17:58
Brussel vill stjórna öllum fiskveiðum
Ég fékk nýlega fréttabréf FAL, sem er eitt af sjómannafélögunum í Skotlandi. Þar er m.a. fjallað um væntanlegan niðurskurð á aflakvótum í Norðursjó, viðbrögð FAL við Grænplaggi Evrópusambandisins, en þar er fjallað um framtíðarstefnu EB í fiskveiðimálum. Hún er m.a. sú að öll stjórnun sjávarauðlinda fer til Brussel. Barátta Skota til að hafa eitthvað að segja um nýtingu eigin fiskstofna virðist vonlaust og hefur engu skilað. Þá er grein eftir David Tompsson um einræðið sem Brussel fær skv. Lissabon sáttmálanum.
Meðal annars efnis er uppskrift að girnilegum síldarrétti, sem kemur okkur lítið að gagni þar sem fersk síld er ófáanleg í Fisklandinu.
Væntanlegur niðurskurður í Norðursjó er mikill, 15% í ýsu, 15% í ufsa og 61% í lýsu. Enn er óvíst með þorskinn því EB hefur ekki samið enn við Noreg.
Sem dæmi um niðurskurðinn má taka að 1994 var úthlutað til SFO, eins sjómannasambandanna, rúmum 14000 tonnum af þorski en 2008 var skammturinn kominn í 1800 tonn. Þess ber að geta að flotinn hefur verið skertur um 50% á tímabilinu en sjómenn segja að grjótnógur fiskur sé á slóðinni. Það er ekki bara hér sem reiknikúnstirnar og dellan ráða ferðinni.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)