Á ekkert að fara að veiða?

Karl V. Mattíasson skrifar grein í Fréttablaðið í dag, 19/2, þar sem hann hvetur til frjálsra krókaveiða. Ég er því sammála og þakka honum fyrir greinina. Ég veit ekki betur að hann sé eini þingmaður sjórnarflokkanna sem talar fyrir því að þjóðin endurheimti veiðiréttinn og menn geti farið að róa án þess að vera leiguliðar sægreifanna. Þetta er nokkuð merkilegt í ljósi þess að s.k.v. nýrri skoðanakönnun MMR er mikill meirihluti landsmanna á móti kvótakerfinu. Þar kom fram að: "Af þeim sem styðja núverandi ríkisstjórn sögðust 74,3% hlynnt því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum." 

Samt heyrist ekkert í ráðherrum ríkisstjórnarinnar, öðrum þingmönnum hennar, aðeins Kalla. Hvað er í gangi er búið að læsa öllu endanlega? Líffræðingurinn og ráðherrann Össur gerir ekkert, en hann sagði í þingræðu 2005:

"Það eru ekki mörg ár síðan, ætli það sé ekki áratugur, að ég hélt hér miklar ræður um gagnsemi þessarar aðferðar við að vernda þorskinn í hafinu. Ég taldi þá að þessi vísindi væru miklu nákvæmari en reynslan hefur svo sýnt. Við höfum hins vegar horft upp á það á síðustu árum að stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar sem benda til þess að þær aðferðir sem við höfum notað séu ekki nægilega traustar. Við höfum horft framan í ár þar sem tapast hefur nánast helmingurinn af áætluðum stofni í hafinu. Við höfum séð fram á það að upplýsingar sem hafa komið fram úr t.d. veiðiröllum hafa ekki reynst réttar. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég skrifaði á árum fyrr grein í Morgunblaðið og benti á að ósamræmi væri milli þess sem Hafrannsóknastofnun gaf út í lok þess árs sem æskilegt aflamark og þeirrar niðurstöðu sem kom fram í rallinu. Ég fékk aldrei skýringar á þessu misræmi, mér var einungis sagt að ákveðin aðlögun hefði átt sér stað."

Og áfram hélt hann:

"Þetta er ekki traustvekjandi og það er heldur ekki traustvekjandi þegar Hafrannsóknastofnunin slær um sig þéttan varnarmúr og hleypir ekki að þeim aðilum sem gagnrýna kerfið. Ef menn geta fundið eitthvað að þeim aðferðum sem Hafró beitir á það að koma fram. Það hlýtur að vera í þágu vísindanna og þágu greinarinnar að einmitt gagnrýnendunum sé lyft. Við höfum hins vegar séð það aftur og aftur að þeim er kerfisbundið bægt frá."

"Ég er þeirrar skoðunar að innan Hafrannsóknastofnunarinnar ríki kreddur. Alls staðar skapast kreddubundið andrúmsloft þar sem frjálsir vindar rökræðu og gagnrýni fá ekki að leika um. Ég er þeirrar skoðunar að með einhverjum hætti verði að skapa umhverfi þar sem samkeppni hugmynda á þessu sviði ríkir. Ég er þeirrar skoðunar að það væri ákaflega farsælt í fyrsta lagi að brjóta upp þetta kerfi sem við höfum í dag, þ.e. að á sömu hendi í sama ráðuneyti séu bæði eftirlit og rannsóknir með auðlindinni og hins vegar ákvörðunartaka um hversu mikið megi taka af henni. Þetta eru andstæðir hagsmunir sem vegast á og það er ekki farsælt."


Hann sagði líka: "Ég er þeirrar skoðunar að það sé orðið mjög óheillavænlegt hvað þessi umræða er lokuð innan veggja Hafró. Við ræddum það fyrr í dag í þessari umræðu hvernig maður hefur stundum á tilfinningunni að öðrum og gagnrýnni skoðunum sé skipulega haldið frá. Annað birtingarform á þessari skoðanaeinokun Hafrannsóknastofnunar birtist í því að við þingmenn getum ekkert lengur hringt í fiskifræðinga og fengið upplýsingar. Við fáum bara upplýsingar sem við þurfum á að halda í gegnum forstjóra stofnunarinnar. Þannig er verið að straumlínulaga skoðanir Hafró og koma þeim á framfæri bara í gegnum einn munn, (Gripið fram í: Einn kanal.) einn farveg, og fyrir vikið verður þetta ákaflega einsleitt. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi hömluleysi hinnar frjálsu hugsunar sem ríkir við háskóla og þar sem samkeppni hugmyndanna er við lýði til þess að brjótast út úr þessum farvegi. Eitt örstutt dæmi: Hv. þingmaður Jóhann Ársælsson nefndi hér 25% aflaregluna. Enginn maður á Íslandi getur sýnt fram á hvernig hún var fundin. Ég hef farið í gegnum það. Ég barðist í gegnum það og skildi ekki. Ég fór og spurði sérfræðingana og þeir sýndu mér útreikninga sem leiddu að annarri niðurstöðu."

Nú virðist hann vera búinn að gleyma öllu. Össur skildi ekki aflaregluna þá, nú þegar hún er komin niður í 20% segir hann ekkert, kannski er hann farinn að skilja hana núna.

Steingrímur er orðinn sjávarútvegsráðherra. Margir héldu að hann myndi gera fólkinu í landinu kleift að róa til fiskjar. En nei!  Þó það hafi aldrei verið brýnna en nú þá tafsar hann og talar út og suður, sbr. fundinn í Háskólabíói. 
Ekki verður annað séð en að Steingrímur sé kvótasinni. Merkilegt, í ljósi þess að grasrót VG er mjög andstæð kvótakerfinu og vill færa veiðiheimildirnar til þjóðarinnar. Ætlar Steingrímur virkilega að ganga erinda sægreifanna? Hann virðist heldur ekki hafa neitt að athuga við 25 ára tilraunastarfssemi Hafró, sem leitt hefur til eyðingar þorskafla og á endanum þjóðargjaldþrots. Hafró er dýr(keypt)asta stofnun landsins.

Ekki efaðist hann heldur um Hafrófræðin þegar hann leyfði ekki loðnuveiðar. Þessi reynsla sem þeir tala um Hafróliðarnir, að fara varlega, hefur ekki skilað öðru en lélegum vertíðum og þjóðin orðið af miklum afla á meðan þeir sátu sveittir við að telja, - einn, tveir, þrír,......

Það eru aðrir og sterkari kraftar sem virka þarna heldur en stærð hrygningarstofnsins, en talan 400 þúsund tonn var dregin upp úr töfrahatti fyrir liðlega 20 árum og hefur verið notuð hugsunarlaust síðan. Losnum við aldrei við þessa vitleysu?


Miskunnsami Samherjinn

"Guggan verður alltaf gul"

Þetta sögðu Samherjamenn þegar þeir "keyptu" Gugguna frá Ísafirði þegar útgerðin var í fjárhagskröggum. Áður en hægt var að snýta sér var það brotið og Guggan hvarf til Þýskalands, DFFU hét fyrirtækið þar. En þeir hafa víðar leikið sama leikinn. Fróðlegt er að skoða hvernig þeir hafa náð öllum úthafsveiðikvóta Breta í Barentshafi með uppkaupum skipa hjá fyrirtækjum í kröggum. Lítum á þessa úttekt sem ég aflaði mér með viðtölum í Skotlandi og af heimasíðu Samherja:


Samherji í Evrópu
Samherji keypti Onward Fishing Co í Aberdeen. Því fyrirtæki gekk vel með sína togara, Dorothhy Gray, Glenrose I og Challanger. Eigandinn, Terry Taylor, var þá uþb. að panta 60 metra langan frystitogara og lagði til að keyptur yrði færeyski togarinn Artic Eagle. Þá hafði norska stjórnin stöðvað fyrirgreiðslu Statoil við Færeyinga og refsað þeim þannig fyrir veiðar þeirra í Smugunni. Togarinn, Artic Eagle, sem keyptur var fyrir lítið, þurfti endurnýjunar og breytinga við fyrir 2 milljónir punda. Hann var endurskírður Glen Eagle. Þetta olli fjárhagserfiðleikum hjá fyrirtækinu.
Páll Sveinsson hjá Icebrit í Grimsby frétti af vandræðum fyrirtækisins og lét Þorstein Má Baldvinsson vita. Samherji keypti fyrirtækið og breytti rekstri Onward Fishing. Togarinn Altjerin var tekinn inn í fyrirtækið og allur kvóti þess í Barentshafi fluttur yfir. Nafni fyrirtækisins var breytt í Artic Highlander. Önnur skip fyrirtækisins voru seld til Noregs til þjónustu við olíuborpalla. Íslenskur skipstjóri var fenginn á Highlander og áhöfnin, 25 manns, var til helminga skosk og íslensk.
Highlander landaði frystum flökum í Aberdeen í 2 ár en var skipt út fyrir Snæfugl sem leigður var frá öðru íslensku útgerðarfyrirtæki og skírður Norma Mary. Þetta var frystitogari, sem veiddi kvóta úr Barentshafi, en áhöfnin var nú að mestu íslensk.
Haraldur Grétarsson stjórnaði fyrirtækinu en fyrrverandi forstjóri gerði lítið annað en að fá bresk yfirvöld til að samþykkja íslensk skjöl og vottorð, og vera milligöngumaður Samherja og stjórnvalda. Hann sá einnig um þýska togara og vinnslustöðvar ásamt Finnboga Baldvinssyni.
ÚA hafði keypt "Boyd Line Management Services Ltd." í Hull haustið 2002. Boyd Line var gamalgróið fyrirtæki, stofnað árið 1936, og hjá því störfuðu 10 starfsmenn í landi og um 60 sjómenn. Velta félagsins var um 950 milljónir króna 2002. Félagið réð yfir um 40% af þorskkvóta Bretlands í Barentshafi, sem var úthlutað af Evrópusambandinu. Aflaheimildir Boyd Line voru við kaupin um 3.900 tonn af þorski, rösk 500 tonn af ýsu auk nokkurra tuga tonna í öðrum tegundum. Boyd Line gerði út tvö sjófrystiskip; Arctic Warrior, skráð í Bretlandi og nýtti kvóta félagsins í Barentshafi, og Arctic Corsair, skráð í Rússlandi og nýtti rússneskar veiðiheimildir. Fyrrnefnda skipið var mannað breskri áhöfn en á Arctic Corsair, sem var gert út í samvinnu við Rússa og undir rússnesku flaggi, voru flestir í áhöfn frá Rússlandi. 
Samherji keypti árið 2004 Boyd Line og togara þeirra Arctic Warrior af Brimi, áður ÚA. Hollenska sjávarútvegsfyrirtækið Parlevliet Van der Plas B.V. tók þátt í þessum kaupum að hálfu. Félag þeirra fékk nafnið UK Fisheries Ltd.
Brim fékk rúm 13,000 fyrir Boyd Line, liðlega 2 milljarða á núvirði. Samherji greiddi með hlutabréfum í Íslandsbanka.
Árið 2006 keypti Samherji J. Marr og þeirra stóru togara, einn frystitogara með heimildir í Barentshafi og þrjá ísfisktogara með aflaheimildir í EU, á Grænlandi og við Ísland.
Þar með var Samherji kominn með allan kvóta Bretlands í Barentshafi í gegn um Onward, Boyd Line og J Marr. Þetta jafngildti um 80% af kvótanum við Ísland.


Samantekt á starfssemi Samherja

• 1994, keyptu frystitogarann Akrabergi í gegn um Framherja í Færeyjum sem var í þriðjungs eigu Samherja.
• 1995, keyptu 49.5% af Deutsche Fishfang Union (DFU).
• 1996, keyptu Onward Fishing með 4 togurum.
• 1996, stofnuðu Seagold í Hull til að selja eigin afurðir, frosinn fisk. Dótturfélag Seagold er Ice Fresh Seafood, Grimsby.
• 1997, Altherjerin endurskráður í Aberdeen til að veiða kvóta Onward. Endurskírður Onward Highlander
• 2000, Snæfugl endurskírður Normay Mary leigður til að koma í stað Altherjerin (Onward Highlander)
• 2001, keyptu fiskvinnslu Hussman and Manh GMBH í Þýskalandi, forstjóri Finnbogi Baldvinsson. 
• 2001, Baldvin Þorsteinsson seldur til DFU.
• 2001 leigan á Snæfugli rann út og honum skilað til Íslands. Í stað hans kom Akureyrin, sem skírð var Norma Mary. Þegar skipið var búið að veiða kvóta Breta í Barentshafi var því flaggað til Íslands og sent á rækjuveiðar við Grænland. Skipinu var svo flaggað aftur til Bretlands til að veiða kvótann í Barentshafinu.
• 2003, keyptu hlut í norska laxeldisfyrirtækinu Fjord Seafood .
• 2003, keyptu hlut í Berg Frost, Færeyjum.
• 2004, keyptu Boyd Line með Arctic Warrior, íslenskir yfirmenn.
• 2006, keyptu J Marr í Hull.
• 2006, keyptu uppsjávartogarann Serene frá Shetlandseyjum.
• 2006, fóru inn í pólska útgerð, Atlaantex, með togarann Wiesbaden í gegn um DFFU, sem keypti 51% í félaginu, til að ná sér í ESB kvóta.
• 2007 keyptu erlenda starfssemi Sjólaskipa hf. og stofnuðu Katla Seafood, sem rekur sjö risatogara og tvö þjónustuskip við Máritaníu og Marokkó.

Samherji ræður nú yfir öllum úthafskvóta Breta, - í boði íslenskra banka. 


Loðnuskandallinn

Nú syndir loðnan sem óðast framhjá okkur, gengur til hrygningar til þess að drepast svo á eftir. Snemma á níunda áratug síðustu aldar datt einum snillingi Hafró í hug að nauðsynlegt væri að hafa hrygningarstofninn 400 þús. tonn og hefur það ekki verið endurskoðað síðan. Þess vegna þarf að "mæla" þessi 400 þús tonn, áður en hægt er að fara að veiða.

Undanfarin ár hefur gengið illa að "telja" loðnuna en alltaf hefur gengið meiri loðna á miðin en "mælst" hafði þegar veiðar loks hófust. Leyfilegur afli hefur því ekki náðst mörg undanfarin ár. Núna hafa ekki enn mælst 400 þús tonn, þannig að segja má að 400 þús. tonnin sem hryngdu fyrir 3 árum eru að skila neikvæðum vöxtum!

Enn fá snillingarnir að leika sér. Skipin eru bundin en Hafró siglir um á einu skipi og fyrir framan tækið situr einhver sem telur og telur loðnu. - En ekki hafa enn fundist nógu margar. Vonandi voru mælarnir stilltir áður en þeir byrjuðu.

Ég lék mér með ýmsar spekúlasjónir í tilefni þess hvort leyfa eigi veiði eða ekki, umfram þau 400,000 tonn sem "bent hefur verið á" að nauðsynleg sé til viðhalds stofninum:

Ef hrognin í "nauðsynlegum" hrygningarstofni væru lögð hlið við hlið til þess að mynda perlufesti utan um jörðina:

Hrygningarstofn 400,000 tonn
Hrygnuhlutfall, hrygnur/hængar = 0.50
Einstaklingsþyngd 22 g
Hrygnufjöldi 9,090,909,091 stk
Hrognahlutfall 28 %
hrognaþvermál 0.60 mm
eðlisþyngd hrogns 1.00 g/cm3
hrognafjöldi pr. fisk 28,519 stk. (kúbisk)

Hrognafjöldi alls 259,259,259,310,239 stk
Lengd hrognakeðju 155,555,556 km

Ummál jarðar 40,000 km
Nær utan um jörðina 3,889 sinnum
Breidd trefils um jörðina 2.33 m
 ------
Ef 30 %
hrognanna verða að lirfum samsvarar það 18 lirfum í rúmmeter á 50,000 fersjómílna haffleti, sem er 25 metra þykkur
 ------
200 sjómílna lögsagan er 220,000 fersjómílur.
Dreifðust lirfurnar á hana alla, kæmu 103 stk. á hvern fermetra

Af þessu má sjá að varhugavert getur verið að minnka hrygningarstofninn. 

Til greina kemur að setja upp klakstöð

Eða hvað?


Ofríki fiskveiðistjórnar, mistök og einstefna byggð á líffræðilegri vanþekkingu

Sífellt fleiri verða til að gagnrýna stjórnkerfi fiskveiða á faglegum nótum. Bæði er um að ræða stjónkerfið, kvótana, og eftirlitskerfið, sem því fylgir, svo og hinar vísindalegu forsendur sem liggja að baki. enough.jpg

Nýlega (9. og 16. janúar) birtist í Fishing News, einu virtasta vikublaði heims um fiskveiðimál, harðorð grein eftir vísindamann (sjálfstæðan) frá Ástralíu, Walter nokkurn Starck. Þar er verið að gagnrýna það sama og hér, stærðfræðilega fiskifræði sem hefur reynst afleit undirstaða stjórnunar og er þegar allt kemur til alls eitt allsherjar "flopp" að mati margra. Greinin er á ensku en ég vona samt að margir geti haft af henni gagn: .. http://www.fiski.com/starck.html


EB og fiskveiðar

Ég fékk póst frá fyrrverandi blaðamanni IntraFish í Bretlandi sem varar
okkur Íslendinga eindregið við Evrópubandalaginu:pa210010.jpg


I've been worried to hear all the news here about Iceland wanting to join the EU. I can't imagine a worse decision - it's totally destroyed OUR fishing industry, and all the good things that SHOULD come out of EU membership (I approve of a lot of the specific environmental & species protection regulations) are not enforced anyway. A total disaster. Our power industry here is under threat because there are large-scale strikes at many oil refiniries & power stations - all triggered by the fact that the owners (yes, we've even sold off our infrastructure) are hiring foreign workers. Under EU law, that's perfectly legal, you leave the local people unemployed & import workers from Portugal. I tell you, the last thing Iceland needs is the EU!

Fiona Cameron

Lítið hefur verið talað um kostnað við að vera í EB, en sjá má kostnað Breta, sem er 56 milljarðar punda á ári, nettó,eða 107 þúsund pund á mínútuí fréttabréfi skoska fiskimanna, á bls. 14. Einnig má þarna lesa um tilraunir Skota til að fá að stjórna sínum fiskveiðum sjálfir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband