19.12.2009 | 11:25
Vísindavillur á fiskislóð
Nýlega var haldin ráðstefna í tengslum við "World fisheries day" sem haldinn var i Lorient í Frakklandi. Þar flutti erindi Menakhem Ben-Yami sem er reyndur fiskifræði- og sjómaður, sá sami sem vann álitsgerð fyir Færeyinga. Ég kynntist honum á N. Írlandi þegar við unnum þar fyrir sjómenn.
Í fyrirlestri sínum gagnrýnir hann nútíma fiskivísindi harðlega.
Sjá fyrirlestur á ensku: http://www.allcoast.com/discussion/ViewTopic.cfm?topic_ID=103700
Vísindi og fræði | Breytt 4.2.2010 kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2009 | 17:08
Íslensk fiskveiðistjórn við hringborð í Póllandi
Ég var að koma frá Póllandi, en þangað var mér boðið til að taka þátt í hringborðs umræðum sem reglulega eru haldin til að ræða pólskan sjávarútveg. Þeir fengu mig til þess að segja frá reynslu Íslendinga af Kvótakerfinu, en nú er verið að reyna að þvinga framseljanlegt kvótakerfi upp á pólska sjómenn. Einnig flutti ég erindi um reynslu Færeyinga af sínu dagakerfi.
Ég fléttaði saman fiskveiðistjórn og árangur af henni, hvernig Kvótakerfið var innleitt til að setja meiri hömlur á veiðarnar í því skyni að byggja upp þorskstofninn, sem kominn hafði verið að fótum fram vegna ofveiði og græðgi sjómanna.
Árangursleysi stjórnunar, villukenningar og blindganga Hafró, getuleysi stjórnmálamanna til að breyta vonlausu og niðurrífandi kerfi, vegna þess að sægreifarnir hafa þá alla í vasanum, styðja þá og styrkja.
Ég reyndi að tala það mál sem menn skildu og dró ekkert undan, enda engin ástæða til að hlífa neitt kerfi sem er búið að leggja landið í rúst.
Skemmst er frá því að segja að ég fékk gríðarlega góð viðbrögð frá sjómönnum og græningjum, en kerfiskarlanir, sem vilja koma kerfinu á voru ekki eins hressir. Mér kom reyndar á óvart afstaða græningja, WWF og Greenpeace, en þeir líta á fiskveiðar og sjómenn sem hluta af náttúrunni og menningu sem þarf að viðhalda. Þeir hváðu ekki einu sinni þegar ég sagði þeim að við hefðum veitt 170 stórhveli s.l. sumar.
Kerfis/ríkis-karlarnir sögðu að með því að sneiða af helstu gallana væri rétt að prófa kvótakerfið í þrjú ár og sjá svo til.. Svona byrjaði þetta hjá okkur sagði ég, þið megið alls ekki rétta skrattanum litla fingurinn.
Þarna urðu miklar umræður og mikið gaman og ég fann að ég hafði gert mikið gagn með minni hreinskiptu frásögn af þessu hagræðingarkerfi andskotans.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2009 | 18:04
Hlýnun jarðar af mannavöldum- tilbúin fjárkúgun og svindl?
Þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi frétt lesin einu sinni á Bylgjunni. Síðan hefur ekki heyrst múkk, hvergi. Fréttin um að tölvuþrjótar hefðu brotist inn í tölvukerfi vísindamanna sem halda fram hnattrænni hlýnun:
"Þar kemur ýmislegt fram sem efasemdarmenn um hlýnun jarðar segja að sýni ljóslega að vísindamennirnir stundi blekkingar til þess að ýkja áhrif mannsins á loftslagsbreytingar."
sagði í fréttinni".
Fjölmiðlar heimsins hafa verið þöglir um þetta, enda loftslagsráðstefna SÞ að fara af stað í næstu viku, með þátttöku 100 þjóðarleiðtoga, Obama og co. - Skyldi Óli annars láta sjá sig?
Hér er slóð, sem tekur þetta mál fyrir, svindlið, peningaplokkið og þögn fjölmiðla. Hvenær verður fiskveiðistjórnarmafían með öllu sínu bixi tekin á beinið?
Hér er önnur slóð um málið. (Var að heyra að Spegillinn í útvarpinu taki málið fyrir núna, föstudag 4/14)
Vísindi og fræði | Breytt 7.12.2009 kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2009 | 20:40
Snurvoð, - listaveiðarfæri eða skaðræðisgripur?
Skipuð hefur verið nefnd til að athuga hvort snurvoð geti veri skaðlegt veiðarfæri, fari illa með botninn. Um þetta eru skiptar skoðanir, þess vegna var nefndin sett á laggirnar. Oft hefur verið sagt að voðin hafi tekið svo miklum breytingum að gömlu næturnar hafi verið eins og vasaklútar í samanburði.
Þetta er nú ekki alls kostar rétt, en nú eru notuð betri efni og gerð fótreipis hefur verið breytt því oft eru notaðar körtur eða hopparar, til að geta dregið á grófari botn, en í gamla daga voru notuð fótreipi út tógi.
Ég gróf upp bók frá 1939 eftir Árna Friðriksson þar sem hann skrifar um snurvoð, lýsir gerð hennar og áhrifum hennar á lífríkið. Þar má einnig finna mikinn fróðleik um áhrif veiðarfæra á fiskstofna almennt séð.
Ég skannaði það helsta úr bókinni og geta fróðleiksfúsir fundið það hér. Ef menn vilja fræðast betur, má finna þessa bók á safni.
Vísindi og fræði | Breytt 7.12.2009 kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)