Höfðingsskapur Færeyinga

Gott boð, en höfum við hingað til komið þannig fram við Færeyinga að við eigum þeirra höfðingsskap skilið?

Á hverju ári semja þjóðirnar um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir og eru Íslendingar grimmir í þeim samningum þó ekki stæði alltaf vel hjá frændum vorum. Hér hafa útgerðarmenn séð ofsjónum yfir þeirra heimildum.

Þá hefur það oft vakið furðu mína þegar við höfum verið að brenna inni með loðnukvótann vegna veðurs og tímaskorts, að ekki skuli hafa verið kallað í Færeyinga til þess að hjálpa okkur að ná kvótanum. Nei, heldur skyldi missa af gullinu en fara að biðja þá um aðstoð. Erum við menn til að þiggja af þeim rentulaust lán?

 

Færeyingar hafa þurft að berjast við aðra grýlu, Alþjóða hafrannsóknaráðið, ICES, sem stöðugt hefur verið að leggja til skerðingu í fiskveiðum. Þess ber að geta að í ICES mætast færeyskir og íslenskir ríkisreknir fiskifræðingar, sem láta líta svo út þegar þeir koma heim frá Kaupmannahöfn að ICES sé eitthvert "annað" batterí, sem þeir þurfi að glíma við.

Árið 2001 fengu Færeyingar tilskipun frá ráðinu um þriðjungs niðurskurð í veiðum, sem hefði þýtt mikið hallæri. Árið eftir fengu þeir svipuð fyrirmæli, en í hvorugt skiptið var þeim hlýtt og afli náði hæstu hæðum þvert á spár. Ég kom að þessu máli þá og tókst að sannfæra stjórnvöld um að ráðgjöfin væri röng. Það voru færeyskir og íslenskir fiskifræðingar, ríkisreknir, sem komu að þessari ráðgjöf. Þessir sömu menn réðust síðar að mér þegar þorskur fór í fyrirsjáanlega hefðbundna niðursveiflu, og kenndu mér um að hafa látið veiða of mikið. Sannleikurinn var hins vegar sá að þorskstofninn féll úr hungri en hungursástand skapast aldrei af ofveiði á þeim stofni sem er að horfalla.

Áfram hafa fræðingarnir róið og fyrirskipað samdrátt á hverju ári og helsta barátta stjórnvalda og sjómanna í Færeyjum er "bardaginn um fiskidagana". Með tímanum guggna sumir, líkt og hér þar sem menn hafa hreinlega gefist upp gegn "fræðingunum", óvinum fiskveiðanna, enda landið komið í þrot.

Nú vilja Færeyingar rétta okkur hjálparhönd, okkur sem reynum að skera niður veiðiheimildir þeirra hér, og leggjum til "fræðinga" sem einnig vilja láta þá skera niður afla heima fyrir. Förum við ekki að losna við þá menn? 


mbl.is Býður Færeyingum ókeypis nám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband