29.1.2009 | 17:58
Sjálfsstyrkingarfundur á Hafró
Mér barst skeyti frá Hafró um fund sem haldinn verður á morgun, föstudag. Það á ekki að gefast upp við reikniformúlurnar, en merkilegast þykir mér að stofnstærðir séu ákveðnar á fundum, 13 ár fram í tímann. Hversu lengi þarf þjóðin að borga svona dellu - sem einungis leiðir til aflatakmarkana og fólksflótta?
Málstofa Hafrannsóknastofnunarinnar
Föstudaginn 30. janúar nk. kl. 12.30 flytur Höskuldur Björnsson erindið: Fiskveiðistjórnun. Erindið verður flutt í fundarsal á fyrstu hæð að Skúlagötu 4. Verið velkomin.
Útdráttur úr erindi:
Stjórnun fiskveiða hefur verið mikið hitamál á Íslandi í langan tíma. Þarf í raun að fara aftur til áranna þegar verið var að reka Bretana út úr fiskveiðilögsögunni til að finna einhvern sáttatón milli manna.
Fiskveiðistjórnun er blanda af fiskifræði, hagfræði, stjórnmálum og félagsvísindum. Fiskifræðin gengur út á að meta þróun fiskistofna og aflabrögð en hagfræðin kostnað við veiðarnar og tekjur af þeim. Stjórnmálalega hliðin er síðan að ákveða þau markmið sem skal stefnt að. Stjórnvöld hafa þó ekki algert frelsi í því sambandi því lágmarkskröfur eru settar í alþjóðasamningum. Það gildir sérstaklega varðandi lágmarksstofnstærð sem ber að forðast með miklum líkum. Á Jóhannesarborgarráðstefnunni árið 2002 var gengið nokkuð lengra en þar var samþykkt að árið 2015 skildi stofnstærð vera nálægt þeirri stærð sem gefur hámarksafrakstur.
Erindið verður um fiskveiðistjórnun í nokkuð víðum skilningi og verður fjallað um eftirfarandi atriði.
Stjórntæki í fiskveiðum.
Þekktustu dæmi eru sóknarstýring, aflamark, friðun svæða og takmarkað veiðitímabil
Mikilvægt er að menn setji sér einhver markmið og finni síðan leiðir til að ná settu marki með beitingu stjórntækjanna. Ekki er alltaf auðvelt að meta hvort markmið hafi náðst eða hvort það var yfir höfuð hægt að ná þeim.
Aflareglur og prófun þeirra.
Aflareglur eru aðferðir þar sem leyfðar veiðar á næsta ári eða árum eru reiknaðar út frá mælingum á ástandi stofna, veiðum fyrri ára og etv. fleiri þáttum. Aflareglur eru prófaðar með hermilíkönum og metnar með tilliti til þess hve vel sett markmið virðast nást en einnig hve miklar líkur eru á að fiskistofnar fari niður fyrir fyrirframskilgreind viðmiðunarmörk
Fjölstofnaáhrif og blandaðar veiðar.
Aflareglur hafa til þessa oftast verið þróaðar fyrir hverja tegund fyrir sig. Með því móti er oft verið að sleppa vandamálum tengd blönduðum veiðum, fjölstofnaáhrifum og miklum breytingum í útbreiðslu tegunda. Mörg af þessum vandamálum er erfitt að sjá fyrir en í dag er aukin krafa um að menn sýni viðleitni í þessa átt.
Kerfisbundnar skekkjur.
Eitt af stærstu vandamálum í sambandi við aflareglur hefur verið kerfisbundin skekkja, bæði í stofnmati og að afli er að meðaltali umfram aflamark. Auðvelt er að taka tillit til kerfisbundinnar skekkju ef hún er þekkt með því að lækka veiðihlutfall sem því nemur. Árangur í fiskveiðistjórnun leiðir hins vegar yfirleitt til mikils þrýsting á að auka veiði enda verða aflabrögð betri en elstu menn muna.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2009 | 21:28
Leikrit í gangi?
7.1.2009 | 17:21
Sjávarútvegurinn og ESB
Ég fékk fundarboð í dag frá Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en þar er ég félagi:
SJÁVARÚTVEGURINN OG ESB
Fundur í Þjóðminjasafninu n.k. sunnudag kl 15 - 17
> Ræðumenn:
> Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra
> Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö
> Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ
> Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Samtökum fiskvinnslustöðva
Mér fannst samsetning ræðumanna athyglisverð og svaraði fundarboðinu strax:
En gaman!
Ég er óænægður með að hafa ekki verið beðinn um að flytja framsögu á
þessm fundi. Ég er óháður vísindamaður og hef unnið fyrir
sjómannasamtök í Skotlandi og á Írlandi og þekki hvernig þetta kerfi
virkar og eftir hvaða vísindum því er í raun stjórnað. Þá er ég
sennilega eini fiskifræðingurinn sem hef haldið erindi fyrir
Fiskveiðinefnd bandalagsins: http://www.fiski.com/meira/meira109.html
Er maður alls staðar á svörtum lista?
Gangi ykkur vel,
kveðja, Jón
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)