Uppbygging þorskstofnsins með niðurskurði hefur leitt til aflaleysis

Árið 1975 lofaði Hafró árlegum 500 þús. tonna þorskafla yrði farið að þeirra ráðum. Þeir vildu draga úr veiðum, sérstaklega á smáfiski, svo fiskurinn fengi að stækka og gefa meira af sér. Það var farið eftir þerra ráðum í góðri trú. Þorskaflinn var minnkaður en óx aftur og fór í 480 þús. tonn 1982 og komst þá næst loforðinu. Svo féll aflinn snögglega í 300 000 tonn 1983. Fiskurinn hafði horast niður sennilega vegna offjölgunar og fæðuskorts. Þyngd sex ára fiska féll úr 4 kílóum í 3 eftir að smáfiskur var friðaður. Niðurstaða tilraunarinnar var sú að það var ekki fæðugrundvöllur fyrir stækkun stofnsins. Þarna hefði á að endurskoða þessa friðunartilraun en það var ekki gert. Í stað þess var sett var á kvótakerfi svo betur gengi að hemja aflann.

Síðan hefur gengið á ýmsu. Eftir nokkra aflaaukningu eftir botnárið 1983 fór að halla mjög undan fæti 1990 og aflinn fór í sögulegt lágmark 1994 og 95, 170 þús tonn. Þá var gripið til þess ráðs að setja aflareglu, nú skyldu veidd 25% af mældum veiðistofni. Aflinn jókst í 235 þús. tonn árið 2000 en féll svo í um 200 þús tonn 2002 og var sú skýring gefin að veiðistofninn hefði áður verið ofmetinn. Hin raunverulega ástæða var sú að fiskur hafði verið að horast frá 1998 vegna vanveiði, sem leiddi til aukinnar samkeppni og fæðuskorts. Var mikil rekistefna út af því á þeim tíma.

Enn hallaði undan fæti og 2007 gripu menn til þess ráðs að lækka aflaregluna og veiða einungis 20% úr stofninum. Þorskaflinn fór í nýtt sögulegt lágmark 2008, 146 þús. tonn. Síðan hefur hann þokast upp á við og er nú að skríða yfir 220 þús. tonnin. Að sögn Hafró er stofninn að stækka og sérstaklega er mikil aukning í stórum og gömlum þorski. Nýliðun er enn lítil þrátt fyrir að hrygningarstofninn hafi ekki verið stærri síðan 1964. Kvótatillögur urðu miklu minni fyrir fiskveiðiárið 2016/17 en menn höfðu vonast til og olli það miklum vonbrigðum. Ástæðan var sögð sú að fiskurinn væri farinn að léttast eftir aldri. Ekki eru það góðar fréttir.

Líklega er þorskstofninn að nálgast sín efri mörk eina ferðina enn og engar líkur til þess að þorskafli verði aukinn meðan haldið er í 20% aflaregluna. Á árum áður, þegar aflinn var 4-500 þús tonn, voru tekin 35-40% úr stofninum. Það er því fyrirséð að aflinn mun ekki aukast nema aflareglunni verði breytt. Aflaregla þjónar tölvunum vel en á lítið skylt við heilbrigða nýtingu dýrastofna. Hún er einföld í framkvæmd: Rallað á miðunum, stofninn "mældur" með óþekktri ónákvæmni, slegið inn í tölvu og kvótinn kominn. Ekkert tekið tillit til álits sjómanna á fiskgengd. Rallið gildir og ekkert rövl.

Síðustu árin hefur sú breyting orðið á að stofninn hefur stækkað langt umfram það sem hann var 1998 og hungrið fór að sverfa að vegna offjölgunar. Hvað hefur breyst sem leyfir stækkun stofnsins ? Jú, makríll fór að ganga á Íslandsmið upp úr 2006. Þá varð til aukin fæða fyrir stóran fisk. Þá hafa síldargöngur farið vaxandi svo enn hefur bæst í matarbúrið fyrir stóra fiskinn. Stór þorskur er miklu algengari í afla færabáta norðanlands en áður var, og hann er fullur af síld og makríl. Þetta er góð viðbótarfæða handa stórþorskinum yfir sumarið en makrílinn og síldin fara af okkar miðum þegar haustar. Þá er golþorskurinn enn svangur og leggst þá á stálpaðan fisk og fer að éta bæði undan sjálfum sér og öðrum tegundum.

Hr-Nýl-16Kemur þá að næsta kafla í röngum vísindum:

Ein af vísdómssetningunum í banka Hafró hefur löngum verið að stór hrygningarstofn gefi meiri nýliðun en lítill, þess vegna sé um að gera að hafa hann sem stærstan. Fyrir um 10 árum fór hrygningarstofn þorsks að stækka, þökk sé makrílnum. Og hann stækkaði og stækkaði. Árið 2015 var hann orðinn stærri en hann hafði verið frá 1963. Hann var um þrisvar sinnum stærri en hann var löngum á níunda og tíunda áratugnum. En nýliðunin lét standa á sér. Hvernig mátti það vera? Til þess að ungviðið komist upp verða að vera til þess skilyrði. Ef stofninn er stór er orðið þröngt á þingi og mikil samkeppni um mat. Þess vegna er erfitt fyrir ungviðið að komast á legg.

Taka má sem dæmi að auðvelt er að fylla vatnstunnu þegar hún er tóm með því að dæla í hana (nýliðun). Þegar hún er orðin full er ekki hægt að dæla meiru í hana nema tappað sé úr henni að neðan (veiða meira). Það verður því áfram léleg nýliðun í þorskstofninum þar til farið er að veiða svo mikið að þörf sé á ungviði til að fylla í skarðið. Þetta virðast fræðingar Hafró og móðurklíkunnar ICES eiga ákaflega erfitt með að skilja. En þeir hafa fengið svo mikil völd að enginn stjórnmálamaður þorir að taka sjálfstæðar ákvarðanir. ICES liðið ræður öllu, og engin breyting í sjónmáli.

Nú berast þær fréttir að svo lítið finnist af loðnu að veiðar verði ekki leyfðar á komandi vertíð. Það fylgir sögunni að sl. 10 ár hefði verið miklu minna af loðnu en þar á undan. Þar sem loðnan telst vera aðalfæða þorsksins er leyfilegt að álykta að samdráttur í þorskveiðum eftir tilkomu 20% aflareglunnar eigi þátt í fækkun loðnu. Þorskurinn étur loðnu þar til hún er 2 ára og heldur norður í ætisgönguna miklu til þess svo að ganga aftur heim til hrygningar 3 ára gömul. Með áti sínu skammtar hann það magn sem fer í þessa göngu.

Ég er þeirrar skoðunar að það verði að fara að brjóta á bak aftur trúarbrögð Hafró áður en stórslys verður vegna vanveiði á þorski. Nóg er nú allt tekjutapið, sem þessi friðunarstefna hefur haft í för með sér þó svo að framtíðinni sé ekki einnig stefnt í hættu.Bannfærði

Þessi skopmynd birtist í Morgunblaðinu 1. júní 2013. Hún á enn jafn mikinn rétt á sér og þá, það sem hefur bæst við er að farið er að draga úr vexti þorsks og loðnustofninn er upp étinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Heill og saell Jón, gledilegt árid og takk fyrir gódan pistil, ad vanda. Thad er grátlegt ad horfa upp á thessa vitleysu vidgangast árum saman, án neinnar gagnrýni ad rádi. Ekki er mikils ad vaenta af mis og oft fávísu thinglidi, svo thad er sannarlega fengur í thínum ábendingum. Af einhverjum sökum virdast exeldrengirnir í Hafró ekki sjá ástaedu til ad taka thínar athugasemdir til greina. Á theim baenum virdist lítid fara fyrir vitraenni umraedu, hvad thá ad gagnrýni sé svarad.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 4.1.2017 kl. 18:08

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Sæll Dóri og gleðileg ár og takk fyrir gamalt. Það er merkilegt að geta skrifað og fært rök fyrir rangri stjórnun veiða og ekkert talað við mann ekki einu sinni mótmælt. Bara þögnin.

Læt það ekki hafa áhrif, held bara áfram að tuða. Hafró er komin í guða tölu og heimtar nú nýtt skip þó að missmíðin frá Síle sé enn þá ný og Bjarni ennþá ungur. Kleifabergið er enn í gangi eftir 50 ár og aflahæst skipið, útjaskaður við veiðar og fv. rannsóknaskip. Versta sem fræðingum var gefið var rannsóknaskip, þá misstu þeir samband við sjómenn. Hafðu það gott suðurfrá. Kveðja, J

Jón Kristjánsson, 4.1.2017 kl. 18:35

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eru þessar rannsóknir ekkert ólíkar á milli hafsvæða?

Eru alveg sömu niðurstöður þessu tengdu t.d. í Skagafirði og við Faxafóa?

Hvar voru þessar rannsóknir gerðar?

Jón Þórhallsson, 4.1.2017 kl. 18:45

4 Smámynd: Jón Kristjánsson

Það er ekki farið út í svæðisbundna greiningu enda erfitt. Þetta er nú bara meðaltalið fyrir miðin, en segir sitt samt.

Jón Kristjánsson, 4.1.2017 kl. 22:14

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón Þórhallsson. Hefðir þú farið inn á vefinn marine traffic í haust hefðir þú séð dragnótabátinn Þorleif Ó F flesta daga á veiðum í Selnesdjúpinu austur af Skaganum.
Þessi bátur landaði í haust ca 500 tonnum af ýsu og talsverðum þorski að auki. Mikið af þessum afla fékk báturinn í Selnesdjúpinu og landaði á Hofsósi og eitthvað á Skagaströnd og Króknum og Ólafsfirði ef rétt er munað.
Ekki man ég betur en að Hafró hafi lýst áhyggjum af lágri uppbyggingu ýsustofnsins í síðustu gáfumannayfirlýsingu um stöðu fiskistofna.
Það er líklega með þrotlausum mokstri upp úr þessu litla frímerki - Selnesdjúpinu - sem Hafró hyggst byggja upp ýsustofninn!

Reyndar er ég löngu hættur að trúa því að yfirlýsingar Hafró og stofnmat styðjist við útreikninga, né heldur að fræðingarnir trúi þessu sjálfir.

Þeir eru hinsvegar áreiðanlega vel upplýstir um tengingu aflaheimilda við verðmat á kvóta. 

Árni Gunnarsson, 5.1.2017 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband