Þöggunin um kvótakerfið

Lengi hefur verið áberandi hve flestir fjölmiðlamenn eru iðnir við að draga taum kvótakerfisins, velja sér viðmælendur og hafna öðrum í þeim tilgangi.
Fyrr í vor hlustaði ég á Sprengisand þar sem Sigurjón Már Egilsson ræddi við tvo þingmenn um sjávarútvegsmál og hafði sér til fulltingis Kolbein Árnason framkvæmdastjóra SFS (LÍÚ). Því að fá Kolbein en ekki einhvern fórnarlamba kerfisins?
SME hefur alla tíð dregið taum kvótakerfisins. Hann tók við ritstjórn sjómannablaðsins Víkings, eftir að Sigurjóni Valdemarssyni ritstjóra og mér sem fiskifræðiskríbent var bolað út árið 1993. Þetta var að sögn gert í nafni hagræðingar. Við höfðum verið með mjög sterka gagnrýni á Hafró og kvótakerfið í um 4 ár og faðir Halldórs Ásgrímssonar og fleiri höfðu sagt um áskriftinni. Á þessum tíma var Guðjón Arnar Kristjánson forseti FFSÍ, sem gaf út Sjómannablaðið Víking.

Á úfnum sjóSkrif okkar ullu miklu fjaðrafoki í herbúðum Hafró en þeir biðu samt alltaf spenntir eftir blaðinu: Á bókasafninu þar var miði sem sagði að bannað væri að fara með "Víkinginn" út af safninu en mönnum bent á að ljósrita. Eftir að SME tók við ritstjórn "Víkingsins" urðu sjómannabrandarar og annað léttmeti ráðandi. Þöggunin byrja snemma og stendur enn.

Hér er ein af síðustu greinunum sem við Sigurjón skrifuðum saman í Víkinginn árið 1992, ekki skafið af því, en greinin gæti hafa verið skrifuð í gær. 

Nú, aldarfjórðungi síðar, hjakka Hafró og stjórnvöld í sama farinu og aflinn er enn lítill eftir margar dýfur. Þorskaflinn 1992 var 270 þús. tonn, en stefnir í að vera 240 þús. tonn á þessu ári. Á ekkert að fara að læra af reynslunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Exelfiskifræði Hafró hefur engu skilað. Ekki nokkrum sköpuðum hlut öðrum en því að sífellt má veiða minna og minna. Tek heilshugar undir með þér Jón, að þöggunin og að því er virðist meðvirknin, sem fjölmiðlar hafa sýnt er undarleg, svo ekki sé meira sagt. Ýmislegt kemur til greina sem skýring á því að mínu mati.: Metnaðar, skilnings og áhugaleysi fjölmiðlafólks, eða að fjölmiðlum er að stórum hluta stjórnað, bæði beint og óbeint, af hagsmunaaðilum, sem sitja  að stærstum hluta að kvótanum, með einum eða öðrum hætti. Það má ekki gleyma einu enn, en það er jafnvel hægt að draga að því líkum, að núverandi kerfi hafi átt mjög stóran hlut í því að hér varð efnahagshrun. Að auki hefur þetta kerfi kostað þjóðina hundruði milljarða í töpuðum útflutningstekjum, frá því það leit dagsins ljós. Það geta flestir verið sammála um að hafa þurfi stjórn á fiskveiðum. Það virðist hins vegar orðin lenska og jafnvel viðtekin venja að setja samasemmerki við stjórnun og minnkun. Með stjórnun komi til minnkun á öllu sem stjórna á. Kvóti er nauðsynlegur, en útreikningur hans verður að byggja á raunveruleikanum og reynslunni, en ekki líkönum sem hönnuð eru jafnvel af möppudýrum. Fiskurinn í sjónum kann ekkert á exel og fer sínar eigin leiðir.  Fiskifræði er vísindagrein og það er veðurfræði einnig. Hvorug þessara vísindagreina er óskeikul. Veðurfræðin hefur það hinsvegar fram yfir fiskifræðina að mistökin koma í ljós jafnvel deginum eftir spánna. Fiskifræðin sem farið hefur verið eftir á Íslandi hefur engu skilað síðan 1984. Væru þeir sem stjórnað hafa á Hafró öll þessi ár veðurfræðingar, hefðu þeir verið reknir að minnsta kosti þrjátíu og einu sinni.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.9.2015 kl. 21:59

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Já Halldór, reikningsfræðin hefur engu skilað. Afneitunin er hins vegar sú að taka ekki tillit til almennrar náttúrufræði (fiskifræði). Mælikvarði á velgegni fiskstofna (dýrastofna) er ástand þeirra, holdafar og vöxtur. Þeir sem afneita því að það þurfi að veiða meira þegar fiskur er horaður og vex illa kunna einfaldlega ekki sitt fag. Blindnin er mikil,jafnvel þó út úr stóra fiskinum velli haugur af afkvæmum hans skilja menn ekkert. Þegar fiski er haldið í hungurástandi étur hann undan sér, og aðra stofna líka. Klárlega höfum við verið að tapa um 100 milljörðum árlega með þessari vitleysu. 

Jón Kristjánsson, 9.9.2015 kl. 22:20

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það vita allir að SME er eðlislægur drullusokkur

Níels A. Ársælsson., 9.9.2015 kl. 23:16

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Exelfræðin skilar ekki öðru en meðaltali og því alls ekki nógu góðu leið. Aflamark kom til sem andstæða við aðferðir Breta og þar sem þetta virðist þægileg stjórnunarleið þá er henni haldið við. Fyrir hvern er allt önnur umræða. Aðferðir Hafró eru samt engan veginn að ganga upp og í því samhengi má nefna að margar fræðigreinar í dag fjalla um sjálfbæra þróun en ekkert slíkt er að finna í fræðigreinum Hafró. Fræðimenn hjá Hafró gefa út athyglisverðar greinar en hvers vegna breytir það engu um aðferðir stofnunarinnar? Hvers vegna hafa aðferðir stofnaninnar ekkert breyst í 25 ár?

Eitt er þó sem enginn vill fjalla um. Að fyrir 25 árum þá voru gefnar út greinar um að fjölgun hvala myndi fækka fiskum við landið. Meira segja gefin út spálíkön. Staðreyndin er samt sú að fiskum hefur fjölgað á þessum árum. Hvernig stendur á því? Hvers vegna er engin umræða um þetta?

Rúnar Már Bragason, 9.9.2015 kl. 23:20

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ef menn vilja láta taka sig alvarlega, kalla þeir engan drullusokk. Það einfaldlega hentar ekki umræðunni, eða þeirri staðreynd, að vilji maður að hlustað sé á mann, skal maður haga sér og gæta orða sinna eins og siðmenntaður maður. Þessi sneið er ætluð Níels. Maður afgreiðir ekki fólk eða málefni með því að nefna þau ónefnum. Ég hef ávallt aðhyllst kenningar Jóns Kristjánssonar. Einn stendur hann hinsvegar á hliðarlínunni og horfir upp á bjálfahátt manna, sem námu sömu fræði og hann, en hafa aldrei komist með tærnar, þar sem hann hefur hælana. Hafró er handbendi hagsmunaafla. Svo einfalt er það. "Vísindamenn" sem selja sig undir fyrirframreiknuð exellíkön, eru dauðyfli og þjóðfélaginu verri en engir.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.9.2015 kl. 01:30

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

100 miljarða tap á ári, þá eingöngu vegna stjórnunar fiskveiða. Þá á eftir að reikna með öllum hliðar áhrifunum, sem af kerfinu hefur hlotist. Sennilega annað eins, jafnvel margfallt, sé horft til þeirrar staðreyndar, sem Halldór Egill bendir á, að kerfið hafi átt stóran þátt í því, að hér varð efnahagshrun.

Jónas Ómar Snorrason, 10.9.2015 kl. 07:08

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það veður seint hægt að setja lífríki sjávar í einhverja formúlu.

Óvissuþættir eru of margir og hafið óútreiknanlegt og stórt.

Umræðan mætti kannski snúast um hvort að fólk vilji koma á uppboðskerfi á kvótum eða halda áfram með núverandi veiðigjaldakerfi?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1784027/

Jón Þórhallsson, 10.9.2015 kl. 08:44

8 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Ég fullyrði að 80% þjóðarinnar er andvíg kvótakerfinu þó að margir þeirra telja af vankunnáttu sinni og trúgirni að kvótastýringin sem slík í anda Hafró sé skynsamleg. VAndinn sé aðeins sá að útdeila gæðunum réttlátar.

Þrátt fyrir rök þín Jón hefur ekki tekist að efla skilning á því að við erum að fara á mis við hundruð milljarða tekjur á hverju ári vegna kvótastýringar og fræðimannalegra svika sérfræðinga Hafró sem þora ekki að bera sannleikanum vitni í þessu máli. Ef þeir fengjust til að leysa frá skjóðunni eða leyfðu eðlilegum rökum að komast að væri að minnsta kosti kvótastýringin úr sögunni þó að nýtt kerfi sóknarstýringar yrði kannski áfram nýtt af lénsgreifunum einum.

Skynsamlegt ranglæti væri a.m.k. skárra að sætta sig við en klikkað ranglæti.

Er engin leið að efla svo kjark þessara manna að þeir fari nú loks að segja sannleikann?

Valdimar H Jóhannesson, 10.9.2015 kl. 13:39

9 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

 Ég var að enda við að lesa greinina í Víkingi. Nú 23 árum seinna og að glötuðum þúsundum milljarða króna er hún jafn tímabær núna og hún var þá. Þjóðin þarf að fá að lesa hana aftur og syrgja tækifærin sem átti en fékk ekki að njóta. Fólkið sem getur ekki komið sér upp þaki yfir höfuðið þarf að fá að vita hvað veldur því.

Valdimar H Jóhannesson, 10.9.2015 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband